Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 32
124 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURIN N burði á grenin af ungum, sem allir stálpaðir hvolpar girnast mest í þ'essum heimi. Undir eins og ég bjó hér um mig, varð ég þess var, að ég var hér óvelkominn gestur. Það var hafður um mig sterkur vörður, ekki samt af refum, eins og ég gat búizt við, heldur af fimum, vængjuð- um vorboðum. Það voru steinklöppuhjón, sem áttu víst börnin sín hérna uppi í klettinum — eða voru það rnáske börnin þeirra, sem ég fann hérna áðan í mosanum við grenismunnann? Ég hafði sterkar gætur á grenismunnanum austan og suðaustan við mig, en einnig varð mér oft litið vestur fyrir, ef liúsbóndinn eða frúin kynnu að koma úr þeirri átt. Annars komst ég ekki hjá því að taka eftir hinum óttafullu tilburðum steinklöppuhjónanna fyrstu 10—15 mínúturnar. Þau flugu án afláts í kringum mig, stönzuðu í lóftinu svo að segja rétt við nefið á mér og settust svo augnablik, ýmist á hæstu hnjótana umhverfis mig eða þá upp á klettinn fyrir ofan, en óðara eru þau þotin af stað aftur sömu hringferðina með þessu snögga síendurtekna liögghljóði, sem þau virtust einnig leikin í að gefa frá sér á fluginu, ásamt ótal trillum, er þau staðnæmdust í loftinu. Brátt fóru steinklöppurnar að koma með orma í nefinu, og eftir talsverða snúninga skutust þær á bak við ofurlitla hyrnu vestan í klettinum, en komu strax aftur. Fljótt sannfærðist ég um það, að þarna hlytu þær að eiga ungana sína. Og síðar sá ég þá, firnrn talsins, næstum fullvaxna, undir austari barmi á ofurlítilli sprungu nærri efst í klettinum. Virtist mér fátt auðveldara fyrir tófu en krafsa þá út úr hreiðrintt með annarri framlöppinni. Þetta liafði hún þó aldrei reynt, ltvort sem það var af þeirri ástæðu, að hún liafði ekki leitað matfanga í klettinum, eða af því, að hún vildi sýna, að hún gat verið góður nágranni og virt eignarrétt smælingjanna, en þannig ferst tófum oft. Um steinklöppurnar er þess enn að geta, að mér virtist kvenfugl. inn seinni til að sætta sig við návist mína, þessa ólánlega aðskota- dýrs, sem endilega þurfti að húka þarna eins og sitjandi myndastytta. Það var mér hreinasta ráðgáta, hve snarar steinklöppurnar voru að finna orma eða eitthvað annað, sem ég gat ekki greint., þegar þær komu frá ungunum og settust stundum örskammt frá mér. Um leið og þær tylltu sér niður, stukku þær oft áfram eða til hliðar og hjuggu nefinu leiftursnöggt til jarðar og gripu eitthvað — og svo óðara af stað til unganna. Oft hjuggu þær tvisvar og allt að fimm sinnum með nokkru millibili til jarðar, og sá ég þá, að fengurinn í nefinu

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.