Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 37
GRENJALÍF Á MÝVATNSFJÖLLUM 129 inn, sem ég þóttist vita, að liéldi við læðuna, er ég hafði skotið. En ég fékk ekkert svar nema bergmál minnar eigin raddar. Kl. 3 er ég kominn aftur lieim á grenið undir Greniskletti. Þar hafði ekkert borið til tíðinda. Ég hafði með mér tvo yrðlinga í þessa ferð. Nú tjóðrum við þá og förum síðan upp á klettinn að vestan, þar sem skugga bar á. Héðan er gott útsýni. Ég kalla til yrðl- inganna á máli móðurinnar, og þeir svara strax, fyrst með ýlfri, síðan með hreinu gaggi, sem heyrist óravegu. Við bíðum um stund og endurtökum þetta svo nokkrum sinnum. Einnig gagga yrðling- arnir ótilkvaddir, og þá er raddbiær þeirra laus við allan ótta. En við fáum ekkert svar, og enginn refur er sýnilegur, hvernig sem við leitum með sjónaukunum. Sé refurinn mórauður, er sýnið afar slæmt, sérstaklega á móti birtunni. Ef til vill er hann enn á veiðum langt í burtu, en meiri h'kur eru þó til þess, að hann liafi orðið var við okkur, haldi sig því í nokkurri fjarlægð og neyti þaðan hinna næmu skynfæra í algjörri þögn. Slíkir refir eru verstir viðureignar. Vera má, að liann láti heyra til sín undir morguninn. Upjri á greninu austan við liggur læðan nýskotna við háa jnifu. Þar hafði hún eflaust oft legið áður. Til að sjá virðist hún lifandi, og lítill vafi er á því, að komi refurinn heim — livort sem er með bjorg í búið eða alisiaus — þá sér hann læðuna. Og ætla má, að hann nemi þá staðar, fari svo fast að henni, undrandi yfir þessu háttalagi hennar — hennar, sem ævinlega Iiafði komið á móti honum. Kl. 5 gerum við aðra tilraun. Enn er stafalogn. Við förum aftur upjr í klettinn. Nú krýp ég niður, tek þann yrðlinginn, sem er grimmari, lield vinstri hendi um háls honum þannig, að hann liggur á bakinu við framhandlegg og vinstra hné. Þá slæ ég snöggt með vettlingstotu fram yfir lappirnar og trýnið, án þess að hann nái að bíta í hana, eða ég læt nægja að blása framan í hann. Hljóðar Iiann jrá hátt og skerandi í stuttum lotum eins og sá, sem er í liættu staddur. Þessi aðferð er tíðast höfð til að láta yrðlingana sjálfa kalla á foreldra sína. Víst er hún ómannúðleg, en ekki fylgja henni líkam- legar kvalir. Gangi tófa ekki á þessi hljóð, verður hún háfu varari um sig eftir en áður, en svari hún yrðlingunum, sem hún oftast gerir, enda þótt hún komi ekki, er það hálfur sigur fyrir refa- skyttuna. Með dálitlu millibili endurtek ég þetta þrisvar. Ekkert svar. ,,Hvað er nú þarna?“ spyr Guðmundur og bendir norðvestur á holtin vestan við jarðfallið, sem er gegnt okkur. „Refurinn?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.