Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 38
130 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURIN N Jú. Með sjónaukanum mínum má þarna kenna hausinn á rebba. Hann gægist fyrir melenda í litlu móadragi og sýnist svartur eins og hrafn. Hann horfir í áttina til okkar, hreyfingarlaus. Ég herði á yrðlingnum, en refurinn hreyfir sig ekki. Eftir dálitla stund kemur önnur umferð, og þá tek ég undir með hvolpinum. Refurinn sprettur af stað í áttina til okkar og hverfur. Við sjáum liann aftur, nær og sunnar, og þar staðnæm st hann aftur. Eftir stutt Jiljóðskraf lileypur Guðmundur vestur á jarðbakkann og leggst þar í fyrirfram ákveðinn skorning. Og nú hefst ójafn leik- ur, sem þó er óvíst, hvernig endar. Ég gef merki, sem ekki eru mis- skilin, og Guðmundur færir sig til. Ef við getum fengið refinn á milli okkar er auðveldara um leik, en landslagi hagar svo til, að ekki er hægt að komast í ki'ingum hann, enda færir hann sig sífellt úr stað. Loks tefli ég á tvær hættur. Ég læt refinn sjá mig og geng mjög liægt frá klettinum suðaustur í móana og hverf. Þaðan tökum við hjöppi iagið, jafnframt því sem ég fylgist með hverri hreyfingu refsins. Þetta verkar eins og ég bjóst við. Refurinn nálgast ofurlítið beina línu milli okkar feðga og færist nær jarðbakkanum. En þar er Guðmundur viðbúinn. Ljós reykjarmökkur kemur skyndilega upp úr mónum og refur- inn hverfur. Þungur skothvellur berst út í kyrrðina. Þegar aftur hljóðnar, bía lóurnar. Þær virðast l’afa fylgzt með því, sem jrarna fór fram. Hér endaði ævin hans. Hann var dökkmórauður, nærri svartur, stór, svo að af bar, og mjög gamall. Það sönnuðu tennurnar, sem voru mikið eyddar. Það, sem sannreynt er úr lífi þessa öræfabúa, er aðeins síðasti kapítulinn, sá sem hér hefur nú verið sagt frá. Það, sem hér fer á eftir til uppfyllingar í ævisöguna, er að vísu getur einar — en þó ekki alveg út í bláinn. Hér á Mývatnsfjöllum var Iiann í heiminn borinn, og hér hafði hann lokið viðburðaríkri ævi. Oft liafði hann misst konu sína og börn — og alltaf á sama hátt. Þess vegna óttaðist hann manninn og hafði tamið sér að forðast hann með öllum þeim tækjum er liann átti. Sjálfur var hann hætt kominn einu sinni. Því gleymdi hann aldrei, og síðan var hann enn varari um sig, hætti alveg að láta lieyra til sín, þegar hann vissi, að maður var í nánd,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.