Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 50
142
NÁTTÚRUl'RÆfilNGURINN
leiðsögumaður. Alls komu þá 29 manns í hellinn, bæði karlar og
konur, sumt innan við fermingaraldur og sumt yfir sextugt. Ég dáist
að dugnaði þessa sundurleita hóps á 514 klst. göngu frá Næfurholti
upp að Karelshelli og 4 klst. ofan að Næfurholti aftur, í slæmti veðri
og á löngum köflum um nýtt hraun, sennilega ógreiðari veg en
nokkur jafnstór ferðamannahópur hefur áður gengið liér á landi.
Við höfðum meðferðis ágætan kaðalstiga með trérimlum, sem stjórn
Ferðafélagsins liafði látið smíða, renndum lionum í opið á itellis-
þakinu, festum enda hans bæði uppi og niðri og skiidum hann þar
eftir, öllum heimilan til afnota. Þar er nú auðvelt að komast niður
og upp, a. m. k. hverjum þeim, sem kemst af sjálfs dáðum yfir nýju
hraunin að hellinum.
Vcgna rúmleysis verða myndir af Karelshelli að l)íða næsta heftis, og þar verður
einnig reynt að skýra myndun hans.
Guðm. Kj.
Spumingar og svör
Spurt
Er það rétt, sem Björn heitinn Kristjánsson, fyrrv. ráðherra, hélt fram, að gull
fyndist á Þvottá og gæti verið dálítið magn af því þar?
Leifur R. Guðmundsson, Þvóttd.
Svarað
/ Vöku, 1. Ii. 3. árg., 1929, er ritgerð eftir Björn heitinn Kristjánsson, þar sem hann
gerir grein fyrir leit sinni að málmum hér á landi og árangri hennar. Björn kveðst
hafa fundið góðmálma viða i landi Þvottár, og er þar einkum til að nefna svok. Geit-
uisgil og fleiri staði i Seltöridunum.
Engiti ásta’ða er til að rengja frásögn Björns heitins, og raunar hefur engin rann-
sókn verið gerð i landi Þvottár eftir hans daga að þvi er mér er kunnugt. Björn endar
lýsinguna á rannsóknum sinum á Þvottá með þessum orðum:
„Það er með þenna stað, Þvottá, eins og aðra staði hér á landi, að ekki mun vera
hœgt að komast hjá borunum eða grefti, ef menn vilja homast að raun um, hvort borg-
ar sig að vinna þar málma." Tómas Tryggvason.