Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 4

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 4
146 NÁTTÚ RUFRÆÐIN GU RIN N Endur fyrir löngu hefur innstreymi hveravatnsins verið í neðri enda hverapípunnar. Þetta liggur í augum uppi, virðist mér, því að við það hefur hverapípan myndazt og mótazt. Síðan hefur við eitt- hvert rask vatnsæðin í botn pípunnar stoppazt að einhverju leyti eða alveg um stund, en önnur greiðari leið fyrir hveravatnið opnazt um miðja pípuna og aðalinnstreymið orðið þar. Innstreymið í botn hverapípunnar hefur samt líklega aldrei verið lokað alveg, nema þá um tiltölulega stuttan tíma, ella er hætt við, að ýmisleg aðkom- andi föst efni hefðu setzt að í þessum hluta pípunnar og með tím- 'anum fyllt hana þar. Sumarið 1935 gerir Trausti Einarsson sérstakar tilraunir til að komast að því, hvort hliðargöng eða skonsur séu í hverapípu Geysis. Út frá athugunum sínum ályktaði hann, að þó að sumt gæti bent á, að eitthvað af heitu vatni streyntdi inn í pípuna í svo sem 17 m dýpi, þá væri liitt líklegast, að engar gufur né heitt vatn kæmi úr hliðargöngum inn í hverapípuna. Ég og fleiri töldu röksemdaleiðslu lians eigi örugga, og sérstaklega færði S. L. Tuxen ýmis rök gegn henni. Sumarið 1937 gerði prófessor Barth hitamælingar í Geysi með að- ferð, sem ekki hafði verið notuð við Geysi fyrr. Áður höfðu menn mælt hitann í hvernum með hámarksmælum, en gallinn var sá, að hætt var við, að hámarksmælirinn sýndi eigi réttan hita niðri í hvern- um, ef hitinn þar var lægri en ofar. Mælingaraðferð Barths hefur þann kost, að lesa má á mælitækin langt frá þeim stað, þar sem hit- inn er mældur. Aðferð þessi er fyrir löngu kunn og þrautreynd, en sérstakan umbúnað þarf að liafa til þess að geta beitt henni við hita- mælingar niðri í Geysi og hafa þó mælitækin til álestrar alllangt í burtu. Til þess að tryggja það sem bezt, að mælingarnar yrðu áreið- anlegar fékk próf. Barth norskan eðlisfræðing, Odd Dahl, til að sjá um útbúnað mælitækjanna og aðstoða við mælingarnar. Þegar þeir gerðu fyrstu mælingarnar, liafði Geysir eigi gosið um viku tíma. Mælingar þessar leiddu tvennt í ljós: 1. Meðalhitinn við botn hverapípunnar var um 5° lægri en 7—8 metrum ofar í pípunni, og sýndi þetta ljóslega, ef allt var með felldu, að heitt vatn eða gufa streymdi inn í hverapípuna um það bil svo hátt yfir botni hennar. Nú var aftur komið samræmi við getgátu mína frá 1910. 2. Hitinn á hyerjum stað var nokkuð breytilegur eða sveiflaðist upp og ofan. Mælitækið var samt ekki vel til þess fallið að sýna snöggar hitasveiflur, af því að það var nokkuð seint á sér að ná rétt-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.