Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 23
LEYNDARDÓMUR GAUKSINS 165 egginu en gauksunginn, en í reyndinni myndi afleiðingin verða sú, að gauksegginu yrði alls ekki ungað út, því að útungunar- eða ásetu- lineigð foreldranna líður undir lok strax og meiri hluti unganna er kominn úr egginu, og egg, sem enginn ungi kernur þá þegar úr, eru því fjarlægð úr Ineiðrinu sem (tviðkomandi hlutir. Það væri því mjög mikilsvert fyrir gaukinn, að útungunartími hans væri að minnsta kosti jafn útungunartíma fósturforeldranna, og þó enn betra, að hann væri heldur styttri, því að það getur lient, að egg fósturforeldranna séu farin að verða svolítið unguð, þegar gaukur- inn verpur eggi sínu í lneiðrið. í reyndinni er það líka svo, að útungunartími gaukseggsins nemur ekki nema tólf dögum, og regl- an er því sú, að gauksunginn komi einum tii tveimur dögum fyrr úr egginu en íóstursystkini hans. — Hjá dílagauknum í Suður-Evrópu, sem ær af svipaðri stærð og fósturforeldrarnir, sem liann' kýs sér, vex nú gauksunginn upp við hlið fóstursystkina sinna. Aukafyrirhöfn sú, sem hann veldur fóstur- foreldrum sínum í santbandi við fæðuöflun, nemur i kringum 15% og er því mjög óveruleg, og er þá reiknað með, að fóstusystkinin séu 5—6. Allt öðru vísi er þessu liáttað hjá gauknum okkar, sem að minnsta kosti krel'st jafnmikillar fæðu og öll 5—6 fóstursystkini hans. Uppeldi hans við hlið fóstursystkinanna myndi þýða, að fósturfor- eldrarnir yrðu að afla 100% eða tvöfallt meira magns af fæðu en ella. Þar sem það er mjög vafasamt, hvort foreldrarnir myndu geta uppfylltþessar kröfur, og þar sem hinn hraðvaxandi gauksungi krefst auk þess í stöðugt ríkara mæli alls þess rúms, sem hreiðrið hefur upp á að bjóða, er það augljóst mál, að annar hvor aðilinn verður verður að víkja, annaðhvort gauksunginn eða ungar fósturforeldr- anna. Þar sent fyrri möguleikinn stríðir bersýnilega á mótr tilgangi náttúrunnar, hefur hún gert ráðstafanir til að tryggja gauksungan- um völdin í hreiðrinu strax frá byrjun. Þegar nokkrum klukku- stundum eftir að gauksunginn kemur úr egginu, vaknar í hinu bera, blinda, heyrnarlausa og tæplega þumalnaglar stóra ungakríli alls- táðandi eðlishvöt, sem gerir unganum fært að varpa út úr hreiðrinu öllu, sem er þar utan hans. Að mínu áliti telst það til hinna ógleymanlegustu atburða, sem nokkrum náttúrufræðingi getur hlotnazt að verða sjónarvottur að, að sjá með eigin augum, hvern- ig þessi ósjálfbjarga vera verður að verkfæri hinna ósveigjanlegu náttúruafla, og leysir af hendi hlutverk, sem fæstir myndu ætla, að hún væri fær um. Undrandi sjáum við, hvernig hin litla aflrauna-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.