Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 33
Guðmundur Kjartansson:
Nýr hellir í Hekluhrauni
Niðurlag
Allir stórir liraunhellar — á borð við Karelshelli eða t. d. Surts-
helli, Víðgelmi, Raufarhólshelli og aðra frægustu hella hér á landi
— eru m]ög ílangir, margfalt lengri en þeir eru breiðir. Þeir hljóta
að verða til í aðaldráttunr með þessu móti:
I hraunflóði, sem er að mestu storknað og staðnað, rennur enn
bergkvika um lieldur þrönga rás undir storknu þaki. Rennslið í
henni minnkar, annaðhvort af því að kvikan fær greiðari framrás
annars staðar eða hraungosið er í rénun. Kvikan hættir því að fylla
upp rásina, svo að hvelfing fyllt gufu og lofti myndast yfir kviku-
strauminum, sem hægist við kólnun, unz hann stirðnar alveg og
verður að föstu hellisgólfi.
Ef slík hraunrás er breið í samanburði við þykkt storkuþaksins
yfir henni, er hætt við, að þakið bresti og detti niður, svo að enginn
hellir myndist. Og einsætt er, að þessi hætta er enn meiri í apal-
hrauni, sem allt er sundur sprungið, heldur en í helluhrauni, sem
er heillegri steypa. Af þessum ástæðum er stórra hraunhella miklu
fremur að vænta í helluhrauni en apalhraunum.
Hekluhraun eru því nær öll apalhraun. Að undan skildu Svín-
hagahrauni, sem er eindregið helluhraun, en ævagamalt (sennilega
elzt allra þeirra Hekluhrauna, sem enn eru ofanjarðar, ef það verður
þá réttilega talið í liópi Hekluhrauna), finnast aðeins smáblettir af
helluhrauni hér og hvar í hraunum Heklu. Og jafnvel þessir hellu-
hraunsblettir eru með sérstökum svip. Hinir bogadregnu rennslis-
gárar, hraunreipin, á yfirborði þeirra eru stórgervari og digrari en í
venjulegum eindregnum helluhraunum t. d. Þjórsárhrauni, Þing-
vallahrauni og mörgum hraunum á Reykjanesskaga.
Tregða hraunkvikunnar úr Heklu til að storkna í helluhraun staf-
ar eflaust að nokkru Ieyti af efnasamsetningu Iiennar. Hekluhraunin