Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 46
188
N ÁTT Ú RUFRÆÐ XN GURINN
B. Blöðin blágræn. Smáöxin þéttstæð. Punturinn stuttur og
gildur. A. Smithii.
4. Kornblóm (Centaurea) fundið d Vestfjörðum.
Haustið 1948 kom ísfirzkur skólapiltur, Ásgeir Svanbergsson að
nafni, til mín með jurt af körfublómaætt, er hann kannaðist ekki við.
Jurt þessa fann liann við Stakkanes fyrir innan ísafjarðarkaupstað,
og hafði hún búið þar tryggilega um sig í torfgarði, er einhvern
tíma liafði verið hlaðinn um karöflureit. Hve lengi hún liafði vaxið
þar, vissi liann ekki. Jurtina tók hann í september, og var hún þá
aðeins með smáum blómhnöppum. Við athugun kom í ljós, að teg-
und þessi var Centaurea scabiosa L., sem mætti kalla fagurkornblóm.
Hefur það aldrei fundizt hér á landi áður, svo að vitað sé, og er held-
ur ekki ræktað í görðum. Sennilega er þó hér um slæðing að ræða,
sem ef til vill á fyrir Jiöndum að ílendast.
Fagurkornblómið er fjölært og verður allt að 80 cm hátt í heim-
kynnum sínum. Stöngullinn er stinnur og seigur og ofurlítið ull-
liærður. Blöðin eru nokkuð stór, gishærð, stakfjöðruð, með fremur
mjóum og gisnum, strjáltenntum bleðlum. Endableðillinn stærstur,
sepóttur. Körfurnar stórar, einstæðar. Blómin purpurarauð, sjaldan
hvít. Reifablöðin með breiðum, svörtum, kögruðum himnufaldi.
Öll jurtin dökkgræn.
Tegund þessi er útbreidd um mestan hluta Evrópu, allt norður
á 68° n.br. í Noregi, og vex sums staðar liátt yfir sjó í Mið-Evrópu.
Finnst einnig í Norður- og Vestur-Asíu. Mætti því ætla, að ltenni
veittist ekki svo mjög örðugt að ná öruggri fótfestu ltér á Jandi.