Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 5
GEYSIR O G AÐFÆRSLUÆÐAR HANS
147
um hita, þurfti til þess um 2 mínútur. Thermistorarnir, sem menn
í Bandaríkjunum hafa komizt. á að búa til á síðari árum, hafa hins
vegar þann kostinn að geta náð að sýna hitann réttan á örfáum sek-
úndum, og eru því sérstaklega vel til þess fallnir að mæla þessar
hitasveiflur. Mælingar Þorbjarnar Sigurgeirssonar staðfestu þetta
greinilega. Eftir mælingum hans verða þó hitasveiflurnar bæði
sneggri og meiri sums staðar í hverapípunni en menn hafði órað fyr-
'ir, og liggur það í því, að thermistorinn getur betur fylgt hitabreyt-
ingum umhverfisins en tilsvarandi tæki hjá Barth. Sé tekið tillit til
þessa munar á tækjunum, sem þeir notuðu, má segja, að samræmið á
milli mælinga þeirra Barths og Þorbjarnar sé að þessu leyti gott. Það
er nú fróðlegt að gera frekari samanburð á mælingum þessara fræði-
manna, og koma þá helzt til athugunar fyrstu mælingar þeirra.
Stendur þá eins á að því leyti, að hveraskálin er full og nokkuð liðið
frá gosi. Eigi veit ég, hve langt hefur verið liðið frá gosi, er Þorbjörn
gerði mælingar þær, sem sýndar eru með 2. mynd í ritgerð lians. Hið
innra ástand hversins getur því hafa verið annað, þótt hann að ytra
útliti hafi verið eins.
Barth tilgreinir meðalhitann á 7 stöðum í hverapípunni, og með
línuriti áætlar hann gang meðalhitans milli mælistaðanna. Línurit
þetta hef ég tekið upp hér á mynd 1. og er það merkt þar BB. Þor-
björn mælir hitann á 20 stöðum í hverpípunni með 1 metra milli-
bili, en hann tilgreinir eigi meðalhitann, heldur gefur til kynna
(á 2. mynd í ritgerð hans) hæsta og lægsta hita, sem hann mældi á
Iiverjum stað. Til þess að fá út úr því meðalhitann hef ég tekið
meðaltal hæsta og lægsta hita. Þótt þetta sé venjuleg aðferð, er hún
ekki alveg nákvæm, en mun þó vera nægilega nákvæm hér í flestum
tilfellum. Meðalhitann þannig fundinn hef ég sett niður á mynd 1
og tengt punktana saman með línuritinu AA. Óreglan í gangi meðal-
hitans, sem kemur í ljós milli 11 og 14 metra dýpis, sést ekki á línu-
riti Barths, en það getur stafað af því, að á þessu dýpi er aðeins einn
mælingarstaður hjá honum og næstu mælingarstaðir svo langt fyrir
ofan og neðan, að óregla í gangi meðalhitans á þessu svæði næst ekki
á línuritið, nema vitað sé um hana á annan hátt. Að öðru leyti er
gangur meðalhitans svipaður á báðum línuritunum. Línurit Barths
sýnir, að meðalhitinn neðst í hverapípunni minnkar, er neðar dreg-
ur. Á línuriti AA breytist meðalhitinn ekki með dýptinni neðst í
pípunni, en þar sem mælingar neðan við 19i/£ metra dýpi vantar,
má láta sér detta í liug, að allra neðst í hverapípunni liefði meðal-