Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 19
LEYNDARDÓMUR GAUKSINS 161 inn eða að minnsta kosti áður en eggin fara að verða unguð. Ef gaukurinn kæmi eggi sínu. fyrir í hreiðri með unguðum eggjum, myndi gauksunginn aldrei sjá dagsins ljós, vegna þess að fóstursyst- kini hans myndu þá skríða úr eggjunum talsvert á undan honum og fósturforeldrarnir myndu undir þeim kringumstæðum fjarlægja liið hálfungaða ganksegg úr hreiðrinu sem óviðkomandi hlut. Þess vegna hefur náttúran lniið svo um lmútana, að kvengaukurinn verður fyrir svo sterkum sálrænum áhrifum við'að sjá hreiðurgerð tilvonandi fósturfor'eldra, að egg losnar úr eggjakerfi hans og þokast niður í eggjagöngin. Egg þetta er fullþroskað og tilbúið til varps eftir nokkra daga, þ. e. einmitt á þeim tíma, þegar fósturforeldrarnir liafa lokið við hreiðurgerðina og fósturmóðirin orpið tveimur eða þrem- ur eggjum, en er ekki enn farin að liggja á. Aðfarir gauksins við að koma eggi sínu lyrir í hinu útvalda lireiðri eru blátt áfram lævíslegar, enda er það nauðsynlegt til þess, að fósturforeldrarnir verði sem minnst varir við það og yfirgefi ekki hreiðrið vegna þessarar truflunar. Enda þótt fósturforeldrarnir séu ekki farnir að liggja á þegar gaukurinn þarf að losa sig við egg sitt, gæti þó hitzt svo á, að kvenfuglinn væri í hreiðrinu að verpa eggi til viðbótar. Til þess að koma í veg fyrir þetta reynir gaukurinn oftast að losa sig við egg sín síðari hluta dags, aðallega á tímabilinu frá klukkan tvö til sex, en þá eru minnst líkindi til, að fósturforeldr- arnir séu við hreiðrið, því að allir smáspörfuglar verpa venjulega eggjum sínum snemma á morgnana. Þegar gaukaparið hefur fullvissað sig um, að allt sé í lagi og greiður aðgangur að hreiðrinu, sezt karlgaukurinn á einhvern stað, sem mikið lier á, á hreiðursvæði hinna tilvonandi fósturforeldra og reynir á þann hátt að draga að sér athygli þeirra. Þéim verður ekki um sel, þegar þeir sjá þenna stóra fugl í hreiðurhelgi þeirra, hefja strax atlögu að honum og reyna að flæma hann á brott. Á sama augnabliki rennir kvengaukurinn sér eins og skuggi að hreiðrinu, og nokkrum augnablikum síðar liggur nýorpið gauksegg við hlið eggja fósturforeldranna. Þegar hinn háværi karlgaukur loks lætur flæma sig á brott, er kvengaukurinn fyrir löngu á bak og burt, en eigi að síður liefur hann þó gefið sér tíma til að taka eitt af eggjum fósturforeldranna í stað liins nýorpna gaukseggs, og ber hann það burt í nefinu. Eggjafjöldinn í hreiðrinu verður því jafn eftir sem áður og því minni liætta á, að fósturforeldrana gruni nokkuð. Miklar deilur, sem enn er ekki lokið, hafa lengi staðið um það 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.