Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 20
162
NÁTTÚRUFRÆÐÍN GURINN
Kvengaukurinn jlýgur frá- hreiðri fósturforeldranna (þúfulittlinga) með eitt af eggj-
um þeirra í nefinu eftir að hafa orpið i hreiðrið. (Ur Chance, the Truth about
the Cuckoo.)
meðal fuglafræðinga, hvernig gaukurinn fari að því að koma eggi
sínu fyrir í hreiðri fósturforeldranna. Oftast verður þetta vafalaust
á sama hátt og hjá öðrum fuglum, þ. e. gaukurinn sezt eða leggst á
lireiðrið. Hjá nokkrum smáfuglategundum, svo sem laufsöngvurum
og músarrindlum, kemur þessi aðferð gauksins þó ekki til greirta,
því að þessir fuglar byggja kúlumyndað hreiður með smáopi á hlið-
inni, sem gaukurinn kemst alls ekki inn um vegna stærðar sinnar.
Sama máli gegnir einnig um fugla, sem verpa í þröngum trjáholum,
rifum, sprungum eða hreiðurkössum. Ýmsir halda því fram, að í
slíkum tilfellum verpi gaukurinn eggi sínu á jörðina og stingi því
síðan inn í hreiðrið með nefinu, enn aðrir fullyrða aftur á móti, að
Jretta sé á misskilningi byggt, því að menn hafi hér túlkað það, sem
jreir hafi séð, á rangan liátt. Eggin, sem gaukurinn hafi sézt með í
nefinu, liafi ekki verið lians eigin egg, heldur egg fósturforeldranna,
sem liann hafi verið að fjarlægja úr hreiðrinu, eftir að liann var
búinn að koma sínu eggi fyrir. Sannleikurinn sé sá, að Jregar gauk-
urinn komist ekki greiðlega að hreiðrjnu eða inn í Jrað, tylli hann
sér og haldi sér föstum utan á hreiðrinu, hreiðurtrénu, eða hreiður-