Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 35
NÝR HELLIR í HEKLUHRAUNI 177 Sunnudaginn 28. desember 1947 kom ég í fylgd með fleiri mönn- um að vök þeirri, sem sýnd er á 1. og 2. mynd. Hún var skammt úti í nýja hrauninu norðnorðaustur af Höskuldsbjalla. Lögun hennar og stærð má sjá á grunnrissinu, 1. mynd. Vökin var ílöng frá austri til vesturs og barmarnir upp orpnir (sjá einnig 2. mynd). Hún var fyllt rennandi hraunkviku (a á 1. mynd) því nær jafnhátt börmunum. Kvikan rann út undan l'latri skör, skrofkenndri hellu (c), sem þakti rásina í framhaldi af austurenda vakarinnar. Undan skörinni lagði bláhvíta gufu með svækju af brenndum brennisteini. Þaðan streymdi kvikan vestur undan Jialla, sem var nálægt 1:8 efst, en fór minnkandi 1 mynd. Grunnmynd af völi i Hekluhrauni, 28. des. 1947. a glóandi kvika. b hraun- reipi i myndun. c hella yfir kvikurásinni. d upp orpnar skarir. e apalhraun. f hellu- hraun. niður eftir, og var straumliraðinn jafn og stöðugur, um 20 cm á sek- úndu efst, en dró smám saman úr lionum, er neðar kom. Ég var þarna staddur í rökkurbyrjun, og glóði þá öll kvikan bjartri nokkuð rauðleitri glóð í upptökunum. En er hún liafði runnið fá- eina metra, tóku að myndast dökkir flekkir á yfirborði hennar, og enn neðar runnu þeir saman í frauðkenndan, seigan bötk, eldyrj- óttan að lit, þar sem efsta borðið var steinskrof, en inni á milli grisj- aði alls staðar í rauða glóð. Þegar þarna kom, var mjög dregið úr straumhraðanum. Börkurinn veitti viðnám. Hann lirukkaðist saman í gára, sem lágu þvert við straumstefnunni og urðu bogadregnir niður á við (b). Gáramir risu því hærra sem þeir bárust lengra fram og urðu að kröppum fellingum, líkt og þykkum dúk væri ýtt saman 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.