Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 33
Guðmundur Kjartansson: Nýr hellir í Hekluhrauni Niðurlag Allir stórir liraunhellar — á borð við Karelshelli eða t. d. Surts- helli, Víðgelmi, Raufarhólshelli og aðra frægustu hella hér á landi — eru m]ög ílangir, margfalt lengri en þeir eru breiðir. Þeir hljóta að verða til í aðaldráttunr með þessu móti: I hraunflóði, sem er að mestu storknað og staðnað, rennur enn bergkvika um lieldur þrönga rás undir storknu þaki. Rennslið í henni minnkar, annaðhvort af því að kvikan fær greiðari framrás annars staðar eða hraungosið er í rénun. Kvikan hættir því að fylla upp rásina, svo að hvelfing fyllt gufu og lofti myndast yfir kviku- strauminum, sem hægist við kólnun, unz hann stirðnar alveg og verður að föstu hellisgólfi. Ef slík hraunrás er breið í samanburði við þykkt storkuþaksins yfir henni, er hætt við, að þakið bresti og detti niður, svo að enginn hellir myndist. Og einsætt er, að þessi hætta er enn meiri í apal- hrauni, sem allt er sundur sprungið, heldur en í helluhrauni, sem er heillegri steypa. Af þessum ástæðum er stórra hraunhella miklu fremur að vænta í helluhrauni en apalhraunum. Hekluhraun eru því nær öll apalhraun. Að undan skildu Svín- hagahrauni, sem er eindregið helluhraun, en ævagamalt (sennilega elzt allra þeirra Hekluhrauna, sem enn eru ofanjarðar, ef það verður þá réttilega talið í liópi Hekluhrauna), finnast aðeins smáblettir af helluhrauni hér og hvar í hraunum Heklu. Og jafnvel þessir hellu- hraunsblettir eru með sérstökum svip. Hinir bogadregnu rennslis- gárar, hraunreipin, á yfirborði þeirra eru stórgervari og digrari en í venjulegum eindregnum helluhraunum t. d. Þjórsárhrauni, Þing- vallahrauni og mörgum hraunum á Reykjanesskaga. Tregða hraunkvikunnar úr Heklu til að storkna í helluhraun staf- ar eflaust að nokkru Ieyti af efnasamsetningu Iiennar. Hekluhraunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.