Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 3
Náttúrugripasafnið og verkefni þess Öllum unnendum íslenzkra náttúrurannsókna hefur verið það óblandin ánægja hve starfsskilyrði starfsmanna Náttúrugripasafns- ins hafa batnað hin síðari ár, einkum eftir að safnið fékk húsnæði til bráðabirgða í hinni nýju byggingu Þjóðminjasafnsins. Undir forystu dr. Finns Guðmundssonar hefur verið unnið að endurskipulagningu safnsins og endurnýjun, eftir að dálítið fjármagn fékkst til nauðsyn- legustu þarfa. Ókunnugum mun þó ekki ljóst, hve geysimikið verk hér er ennþá óunnið, því að safnið er miklu stærra en menn almennt gera sér grein fyrir. Sýningargripir eru aðeins mjög lítill hluti safns- ins, en meginhlutinn er ætlaður sérfræðingum til rannsókna. En til þess að sá hluti sé aðgengilegur, verður honum að vera kyrfilega rað- að og allir gripir greinilega merktir. Þetta út af fyrir sig er rnikið verk og tafsamt, einkum vegna þess að komið hefur í ljós að mikill liluti safnsins liggur undir skemmdum, vegna jress hve mjög hefur orðið að spara kaup á heppilegum ílátum. Verður hið bráðasta að bjarga því sem bjargað verður með því að skipta um ílát og vínanda. Þá er það óðs manns æði, ef ætlast er til þess að þeir dr. Finnur Guð- mundsson og próf. Sigurður Þórarinsson verji mörgum árum starfs- æfi sinnar til þess að afrita merkiseðla, en það starf verður að vinna, ef Náttúrugripasafnið á að geta rækt það hlutverk, sem því er ætlað. Fllutverk Náttúrugripasafnsins er mjög skýrt afmarkað í lögum, sem Alþingi hefur nýlega samþykkt. Veit ég að náttúrufræðingar eru mjög ánægðir með stefnu þá, sem í lögunum felst. Þar er svo ákveðið um verkefni Náttúrugripasafnsins: 1. að viða að sér sem fullkomnustu safni íslenzkra náttúrugripa og varðveita það. 2. að afla erlendra náttúrugripa, eftir þvf sem heppilegt þykir og ástæður leyfa. 3. að annast fuglamerkingar í vísindalegum tilgangi. 4. að vinna skipulagsbundið að almennum rannsóknum á náttúru íslands. 5. að annast eða sjá um Lilteknar rannsóknir, eftir því sem ríkisstjórnin kann að óska. Náttúrujrccðingurinn, 2. h. 1951 4

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.