Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 16
f
62
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
una, í Videnskabelige Meddelelser fra Dansk Naturhistorisk Fore-
ning og víðar. Auk þess fékk hann ýmsa aðra náttúrufræðinga, bæði
íslenzka og erlenda, til þess að taka að sér úrvinnslu þeirra dýra-
flokka, sem hann treysti sér ekki til að fást við sjálfur. Undir hand-
leiðslu Bjarna verður safnið þannig smám saman að vísindastofnun
og ein aðalundirstaðan undir þekkingu okkar á náttúru íslands.
Þess ber að geta, að á tímabilinu frá 1909—1925 vann Helgi Jóns-
son að staðaldri að röðun, upplímingu og vörzlu jurtasafnanna, og
frá 1918—1925 hafði hann með höndum nnrsjón Jreirra. Vann Helgi
að þessum störfum með stakri alúð og ósérplægni, enda Jrótt hann
alla tíð fengi sáralitla borgun fyrir störf sín. Auk þess var Magnús
Björnsson umsjónarmanni til aðstoðar á safninu frá 1927—1940, og
voru aðalstörf hans fólgin í því að annast sýningartímana og hafa
umsjón með jurtasöfnunum. Stundum áður hafði Magnús einnig í
ígripum verið umsjónarmanni til aðstoðar við safnstörfin.
Hér að framan hefur verið rakin hin öra þróun safnsins undir
stjórn Bjarna Sæmundssonar. Afskipti hans af Hinu íslenzka nátt-
úrufræðifélagi og náttúrugripasafninu, svo og afreksverk þau, er
hann innti af hendi á sviði íslenzkra náttúrurannsókna, munu seint
fyrnast og lengi halda nafni hans á loft. En Bjarni var samt ekki
gallalaus fremur en aðrir dauðlegir menn. Það, sem helzt var hægt
að honum að finna, var að hann var helzt til íhaldssamur og spar-
sanrur, og ágerðust þessir eiginleikar með aldrinum. Hann var ekki
aðeins sparsamur fyrir sína eigin hönd, heldur og fyrir annarra hönd
og þá einnig ríkisins. Hann gerði Jiví aldrei miklar kröfur um fjár-
framlög til safnsins. En það gat ekki hjá Jdví farið, að þetta hlyti að
bitna á safninu, enda hætti honum til að vera fullsparsamur á til-
kostnað til verndunar gripum Jress. Afleiðingin af þessu varð sú, að
alltaf eyðilagðist meira eða minna af viðkvæmum gripum, einkum
úr dýraríkinu, og voru mest brögð að þessu síðasta áratuginn, sem
Bjarni lifði. En ég verð að viðurkenna, að hér var við ramman reip
að draga. Húsnæði safnsins var fyrir löngu orðið alltof lítið og ófull-
nægjandi, og safnið hafði aldrei eignazt viðunandi hirzlur, J:>ar sem
hægt væri að vernda viðkvæma muni fyrir ryki og skordýrum. En ég
sé samt enga ástæðu til að leyna því, að við fráfall Bjarna var ástandi
safnsins í mörgu tilliti orðið mjög ábótavant. En úr jDessu var Jiá
þegar bætt til bráðabirgða með gagngerðri hreingerningu og gereyð-
ingu allra meindýra með blásýrubrælu.
Við fráfall Bjarna Sæmundssonar urðu eðlilega mikil þáttaskipti