Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 39
JAKOB H. LÍNDAL 85 Jakob H. Lindal kennslu í garðyrkju. En vorið 1917 hóf hann búskap að Lækjamóti í Víðidal og bjó þar síðan. Af þessu stutta yfirliti er ljóst, að Jakob Líndal var vel menntaður í almennum efnum, en hafði þar að auki aflað sér allvíðtækrar sér- þekkingar og reynslu á sviði jarðræktar. Hann rak mikið bú að Lækjamóti, og á hann hlóðust margvísleg félagsstörf fyrir sveit og sýslu. En búannir og opinber störf tóku ekki hug lians allan. Mörg- um spurningum hans varðandi jarðveg og ræktun var enn ósvarað. Síðsumars 1931 fer hann til Danmerkur sem fyrr segir og dvelst í nokkra rnánuði við Statens Planteavls-Laboratorium i Lyngby. í þessari för heimsótti hann einnig aðrar rannsóknastofnanir á Norð- urlöndum, og mun einkum hafa lagt áherzlu á sýrufarsrannsóknir á jarðvegi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.