Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 38
Jakob H. Líndal
In memoriam
I
Jakob H. Líndal var óvenju spurull, íhugull og djúpskygn nátt-
úruskoðandi. Lýsingar hans á hvers konar fyrirbærum í ríki náttúr-
unnar eru gerðar af hrifningu og samúð og leiftra oft af skáldlegu
hugmyndaflugi. En skynjun hinna ytri forma, eða þess, er fyrir aug-
að bar, var honum ekki nóg, og þar skilur leiðir milli hans og þess
þorra fólks, er einnig kann að njóta fegurðar og fjölbreytni náttúr-
unnar. Jakob Líndal skygndist dýpra. Hann greindi ekki aðeins fjall,
dal, hóla, grös eða falleg blóm. Hann reyndi jafnframt að lesa sögu
fjallsins, dalsins og Iiólanna og skynja eðli þeirra skapandi og eyð-
andi afla, er klæða jörðina grænum sumarskrúða. í þessum miklu
undraheimum náttúrunnar var honum fátt óviðkomandi, og þar
blöstu við margar gátur, er kröfðust lausnar. Hin spurula eftirvænt-
ing, hin óseðjandi forvitni rannsakandans var mjög sterkur þáttur í
skapferli Jakobs, og raunar svo rammur, að þegar óðalsbóndinn að
Lækjamóti var 51 árs, þá hóf hann nám að nýju. Hann fór utan til
þess að bæta við þekkingu sína og nema rannsóknaraðferðir á sviði
jarðvegs, því að um það leyti munu það einkum hafa verið spurn-
ingar varðandi moldina og grösin, þennan dularfulla heim og miklu
uppsprettu orku og lífs, er kröfðust svars.
Jakob Líndal hafði þegar í heimahúsum, á Hrólfsstöðum í Skaga-
firði, aflað sér óvenju víðtækrar þekkingar, m. a. numið dönsku svo
vel, að hann ritaði þá blaðagreinar á }rá tungu. Hann lauk prófi frá
Möðruvallaskóla árið 1903 en búfræðiprófi frá Hólaskóla árið eftir.
Veturinn 1906—1907 dvaldist hann í lýðskólanum í Askov í Dan-
mörku. En stundaði veturinn eftir nám í landbúnaðarháskólanunt í
Ási í Noregi og lagði þar einkum stund á jarðræktarfræði. Jakob var
framúrskarandi námsmaður.
Á árunum 1910—1917 var Jakob framkvæmdarstjóri Ræktunarfé-
lags Norðurlands og fékkst þá bæði við tilraunastörf í jarðrækt og