Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 6
52 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lagsins, og gegndi liann formennsku í 11 ár eða til aðalfundar 20 júní 1900. Jafnframt því var hann allan þann tíma umsjónarmaður safnsins. Þegar á fyrsta ári félagsins eignaðist það talsvert af náttúrugrip- um, sem urðu fyrsti vísirinn að safninu. Má fyrst nefna gripi þá, er Hafnarfélagið hafði aflað, en þeir voru afhentir Reykjavíkurfélag- inu til eignar við stofnun þess. Voru þetta nær eingöngu útlendir gripir, en fyrsti íslenzki gripurinn, sem sal'nið eignaðist, var geirnyt, sem fékkst fyrir milligöngu Sigurðar sýslumanns Jónssonar í Stykkis- hólmi. Næsti gripurinn var svo hamur af hafsúlu, sem Sigfús Bjarn- arson, konsúll á Isafirði, sendi safninu. Síðan eykst safnið smám saman, enda urðu ýmsir til að senda því góðar gjafir. Má þar einkum nefna fullkomið íslenzkt eggjasafn, sem Nielsen, verzlunarstjóri á Eyrarbakka, gaf árið 1890. Stofnun félagsins og safnsins var auglýst allrækilega, og var hennai víða getið í erlendum náttúrufræðitímaritum. Varð þetta til þess, að ýmsar erlendar vísindastofnanir og söfn sneru sér til félagsins og sendu því gripi og rit, ýmist gefins eða í skiptum. Fyrsta erlenda stofnunin, sem sneri sér til félagsins með ósk um skipti á munum, var Smithsonian Institution í Washington, og sendi hún síðan safn- inu á annað hundrað tegunda af lægri sjávardýrum. Yfirleitt má segja, að safnið hafi vaxið með eðlilegum hætti fyrsta áratuginn, en skortur á viðunandi liúsnæði og örðugleikar á því að verja muni þess skemmdum ollu því, að margt eyðilagðist jafnóðum, og þess vegna er nú lítið til af elztu munum safnsins. Til að byrja með átti félagið ekki völ á neinu luisnæði fyrir muni þá, er söfnuðust, og Gröndal og Björn Jensson, sem var fyrsti ritari félagsins, tóku því að sér að geyma gripina heima hjá sér, þangað til að húsnæði fengist. En vorið 1890 var leigt herbergi handa safninu í einu af Thomsenshúsum við Hlíðarhúsastíg (nú Vesturgötu). Vor- ið 1892 er safnið flutt þaðan í tvö herbergi í húsi Kristjáns Ó. Þor- grímssonar kaupmanns, og var safnið í þessum húsakynnum til miðs sumars 1895. Árið 1894 kom Bjarni Sæmundsson heim frá Kaup- mannahöfn að afloknu námi. Vorið 1895 hreyfði hann því, hversu húsnæði safnsins væri ónógt, og safninu væri jafnvel hætta búin, ef það væri þar lengi. Þetta varð til þess, að stjórnin boðaði til auka- fundar út af húsnæðismálinu. Var hann haldinn í leikfimishúsi barnaskólans á sumardaginn fyrsta 1895. í félagsskýrslunni fyrir árin 1894—1895 segir Gröndal meðal annars svo frá þessum fundi: „Hr.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.