Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 47
SMÁGREINAR 93 SW-Iceland, where it was found to have the chromosome number 2n = 40. It has been collected as early as in 1910 at Dalsmynni in Borgarfjörður, although it lias hitherto passed as D. maculata only. Lög um Náttúrugripasafn íslands (Lagt fyrir Alþingi á 70. löggjafarþingi, 1950) 1. gr. í NAttúrugripasafni íslands skulu vera þrjár deildir: Dýrafræðideild, grasafræðideild og jarðfræði- og landfræðideild. 2. gr. Aðalhlutverk Náttúrugripasafnsins er: 1. að viða að sér sem fullkomnustu safni íslenzkra náttúrugripa og varðveita það; 2. að afla erlendra náttúrgripa, eftir því sem heppilegt þykir og aðstæður leyfa; 3. að annast fuglamerkingar í vísindalegum tilgangi; 4. að vinna skipulagsbundið að almennum rannsóknum á náttúru íslands; 5. að annast eða sjá um tilteknar rannsóknir, eftir því sem ríkisstjórnin kann að óska. Verkefni þessi skal safnið leysa af höndum eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum. 3. gr. Náttúrugripasafnið gefur árlega út skýrslu, er greini frá meginþáttum í starfsemi þess á árinu, náttúrufræðlegum rannsóknum á íslandi, munum þeim og ritum, er safn- inu hafa áskotnazt, fugiainerkingum og öðru, er ástæða virðist til. Safnið gefur einnig út rit, þar sem birtar skulu á einhverju heimsmálanna niður- stöður rannsókna á náttúru íslands, eftir því sem ástæða virðist og fé er veitt til. Ritið nefnist Acta naturalia Islandica. 4. gr. Náttúrugripasafnið skal vera almenningi lil sýnis eigi sjaldnar en þrisvar í viku, eftir því sem nánar verður kveðið á um í reglugerð. Lögð skal áherzla á, að safnið veiti sem gleggst yfirlit um náttúru landsins. 5. gr. Ráðherra er heimilt að skipa þrjá deildarstjóra við safnið: Dýrafræðing, grasafræð- ing og jarðfræðing. Þeir skulu hafa lokið meistaraprófi, doktorsprófi eða öðrum hlið- stæðum háskólaprófum í fræðigreinum sínum. Laun þeirra skulu vera hin sömu og deildarstjóra í atvinnudeild háskólans. I>ó skal sá, er fer með yfirstjórn sameiginlegra mála, njóta sömu launa og forstöðumenn Landsbóka-, Þjóðminja- og Þjóðskjalasafns. Heimilt er ráðlierra, að fenginni fjárveitingu, að ráða fleira starflið að safninu um eitt ár í senn, ef sérstök ástæða virðist til. Deildarstjórar skiptast á um að fara með yfirstjórn sameiginlegra málefna safnsins, og skal hver þeirra hafa þau störf með höndum þrjú ár í senn. 6. gr. Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um starfsemi safnsins. 7. gr. Liig þessi öðlast þegar gildi.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.