Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 37

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 37
LANDSKJÁLFTINN 1584 83 Svo virðist sem heilmikið hafi þnrft að dytta að bæjarhúsum á Ós- landi, Seli = Hofsstaðaséli?, Selhúsum?, Hóli = í Fljótum, neðri eða ytri?, Stekk?, Höfða = á Höfðaströnd?, Brúarlandi í Deildardal, Holti — í Fljótum, eða Geldingaholti?, Hólum í Fljótum, Hofi á Höfðaströnd og Gröf sama staðar, og Saur.bæ = í Fljótum eða Hjaltadal?, svo að það helzta verði tínt til. Sigríðarstaðir eru oft nefndir, en ekki er gott að sjá, hverjir þeir eru. Þar standa þá yfir allýtarlegar byggingaframkvæmdir. Nokkuð öruggt má þá telja, að í utanverðum Skagafirðinum austanverðum standa yfir allmiklar við- gerðir á bæjarhúsum um árin 1590—92. Auðvitað kynni það að stafa af því, að Guðbrandur eigi meiri viðakost þá en ella, þar sem hann er þá nýlega búinn að fá heilan timburfarm og hefur, ef til vill, ekki þurft að nota hann allan. Þar að auki kynni einnig að hafa fallið til eitthvert slátur úr kirkjunni. Því á 3. bl.r. stendur m. a.: Item til Brúarlands: 6 stafgildi sökuð, sem gæti reyndar verið misskrift fyrir söguð. í reiknings- og minnisbókinni sjálfri eru þessir viðarreikningar nefndir: bls. 57, 1587 í Víðidalstungu, bls. 142, í Miklagarði 1589, bls. 214, 1593 á Óslandi. Tilviljunin hefur sjálfsagt ráðið miklu um það, hvað varðveitzt hefur af gömlum skjölum meir og minna sund- urlausum, en eftirtektarvert er það þó, að það, sem varðveitzt hefur, skuli allt vera frá því um sama leyti 1587—93. Að vísu hefur atorka Guðbrands verið einna rnest þessi árin. Það sýnir m. a. bókagerðin á þeim tíma. En liitt liggur mjög nærri að álykta, að landskjálftinn 1584 hafi aðallega gert vart við sig í austanverðum Skagafirði utan- verðum. Reyndar er orðalag Björns á Skarðsá: „Landskjálfti mikill á íslandi", nokkuð ópersónulegt. Gæti það samt stafað af því, að við- burðurinn gerðist í æsku hans. Hitt er svo það, að landssvæði þetta er ekki talið til jarðskjálftasvæðanna eiginlegu, en skemmst er þá að minnast hinna miklu jarðhræringa á Dalvík. Ef til vill koma seinna einhverjar aðrar og haldbetri heimildir í leitirnar um þennan landskjálfta heldur en þær, sem hér hefur verið bent á. En meðan svo er ekki, hygg ég, að þessi athugasemd leysi vandann um staðsetningu landskjálftans 1584 að nokkru leyti.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.