Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 10
56 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN drífa fuglasafnið sem mest upp, því að það gangi bezt í augun á al- menningi. Og 13. ágúst 1890 skrifar hann Gröndal leiðbeiningar um það, hvernig bezt sé að verja fuglana og aðra muni skemmdum, og bætir svo við, að að sumri láti hann ekkert tálma sér frá að koma suður nema heilsuleysi, því þó hann deyi, verði liann dag og nótt í „musæinu“ að passa, að fuglarnir skemmist ekki. Af öllu þessu er ljóst, að Stefán hefur haft. brennandi áhuga fyrir málefnum félagsins og safnsins, og ef hann liefði átt þess kost að setjast að í Reykjavík, má vera, að þróun safnsins hefði orðið meiri og örari en raun varð á. En fátækt okkar og umkomuleysi á þeim árum kom í veg fyrir það. En aðdáunarvert er, hversu lengi Stefáni tókst að varðveita áhuga sinn fyrir vísindastarfsemi, þrátt fyrir örðug ytri skilyrði. í bréfi til Gröndals 1891 kvartar hann þó yfir því, að sig vanti bæði rit og önnur hjálpargögn við rannsóknir sínar, og bætir því svo við, að það þurfi þrek til að vernda vísindalega inter- essu í þessari arktísku einveru. í öðru bréfi til Gröndals farast hon- um þannig orð: „Fréttir hef ég engar nema hvað ég er við og við í bótanískum túrum. Lengsti túrinn var norður í Héðinsfjörð, Ólafs- fjörð, Hvanndali og Fljót. Þar er mikill og fagur gróður, en lítill Kultur. En nú skortir mig peninga til þess að ferðast meira í þetta sinn. Þó held ég, að ég taki heldur krít en að hætta við að fara snöggvast austur í Þingeyjarsýslu, ef veður leyfir.“ Jónassen landlæknir átti sæti í stjórn náttúrufræðifélagsins frá stofnun þess til ársins 1900 eða allan tímann, meðan Gröndal var formaður. Var hann fyrst féhirðir, en í gerðabók félagsins segir Gröndal, að hinn 15. marz 1891 hafi Dr. med. Jónassen komið til sín í öskuskafbylsnorðanbálviðri og hörkugaddi og sagt hastarlega af sér öllum gjaldkerastörfum, en samt ekki sagt sig úr stjórninni. Virðist hafa verið heldur stirt samkomulag milli Gröndals og landlæknis, en þó virðist allt hafa gengið þolanlega, þar til er Gröndal skrifaði hina alkunnu lýsingu á náttúrugripasafninu, sem birtist í skýrslunni fyrir árin 1897—98. í fundargerð aðalfundar hinn 8. júlí 1899 liefur Gröndal bókað eftirfarandi: „Dr. Jónassen óskaði skýrsluna ritaða á annan hátt en síðasta skýrsla, svo skikkanlegir meðlimir safnaðarins ekki skyldu hneykslast á óviðurkvæmilegu og óviðkomandi málæði, og ætti skýrslan þá að vera þurr beinagrind, eða svo sem tvö eða þrjú blöð.“ í Dægradvöl farast Gröndal þannig orð um þennan fund: „Fundur var haldinn 9. júní 1898 [á að vera 8. júlí 1899]; ég hafði gefið út skýrslu um safnið og var þar lýsing á húsnæðinu, sem þá var

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.