Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 8
54 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lengi vel aðeins frá kl. 2—3 á sunnudögum, en þó ekki í skammdeg- inu. Á fyrsta áratugi safnsins og félagsins var eðlilega við mikla byrj- unarörðugleika að etja. Félagið Iiafði úr litlu fé að spila, og menn voru yfirleitt áhugalausir og tómlátir um málefni þess og safnsins. Auk þess var lengi vel mikil óreiða á reikningum félagsins og öðrum málefnum Jjess, og safnið hraktist úr einum stað í annan og fékk þó aldrei á þessu tímabili viðunandi lnisnæði. Fundir voru oft svo illa sóttir, að ekki var hægt að halda lögmætan aðalfund o. s. frv. I skýrslum félagsins og gerðabók þess rekur Gröndal oft raunir sínar og fárast yfir ástandinu. Hinn 15. júlí 1893 var t. d. haldinn fundur og farast Gröndal þannig orð um hann í gerðabókinni: „Formaður sagði, að hann áliti að í rauninni væri ekkert náttúrufræðifélag til lengur, og svipuð orð fórust einhverjum hinna, en sökum mannfæð- ar var ekkert gert á fundinum, eða með öðrum orðum: þar varð enginn fundur heldur en vant er.“ Þremur árum síðar hefur Grön- dal skráð eftirfarandi í gerðabókina: „Hinn 30. júní 1896 átti að halda ársfund í náttúrufræðifélaginu, en enginn kom nema formað- urinn og Bjarni Sæmundsson og Jón Norðfjörð Jóhannesson, svo að ekkert var gert á fundinum, en allt sem samþykkjast átti, samþykkist því þegjandi og stendur annars allt við hið sama.“ Mér er nær að halda, að félagið hefði lognazt út af á þessu tíma- bili, ef safnið hefði ekki haldið í því lífinu. Þetta afkvæmi félagsins var staðreynd, sem ekki var hægt að ganga fram hjá, og það óx og dafnaði án þess, að við væri ráðið. Má því segja, að safnið og félagið hafi haldið lífinu hvort í öðru. Þegar rakin er saga fyrstu ára félagsins, má ekki gleyma þeim þætti, sem Stefán skólameistari átti í vexti þess og viðgangi, auk þess sem hann var aðalfrumkvöðull að stofnun þess, eins og áður hefur verið að vikið. Stefán átti sæti í stjórninni fyrstu 4 árin. Vegna bú- setu sinnar norður á Möðruvöllum var örðugleikum bundið fyrir hann að vinna að málefnum félagsins og safnsins, og varð það meðal annars til þess, að hann sagði af sér stjórnarstörfum á aðalfundi hinn 28. ágúst 1893. En bréfasafn félagsins sýnir, að meðan hann átti sæti í stjórninni, hefur hann skrifað Gröndal hvert bréfið á fætur öðru og verið óþreytandi að hughreysta hann og stappa í hann stálinu og leggja á góð ráð um margt varðandi félagið og safnið. Meðal annars skrifar Stefán hinn 20. okt. 1889: „Það er örðugt að koma almenningi í skilning um, að Náttúrugripasafn geti haft

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.