Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 28
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 5. mynd. — Seltusveiflur 12—13 sjótnilur norður af Siglufirði ú ýmsum árum. þessa kalda sjávar er komin undir styrk Austur-Grænlandsstraums- ins, en til hans á Austur-íslandsstraumurinn rót sína að rekja. Pól- sævar gætir þó ekki í straumi þessum nema að takmörkuðu leyti, og er meginhluti hans svalsær. Auk þess blandast Austur-íslandsstraum- urinn, íslenzki strandsjórinn og austasti hluti Irmingerstraumsins. Sumarið 1949 var óvenju mikið af köldum sjó á þessu hafsvæði. 6. mynd sýnir snið frá Langanesi til Jan Mayen, sem rannsakað var seinni hluta júlímánaðar og endurtekið seinni hluta ágústmánaðar 1949. Eins og myndirnar bera með sér hafa litlar breytingar orðið á ástandinu á þessum eina mánuði, sem leið milli athugana. í efstu 50 metrunum lækkar hitastigið mjög ört, einkum er hitaskipta- lagið glöggt milli 25 og 50 metra. Næst Langanesi nær 0°-jafnhita-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.