Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 5
Finnur Guðmundsson: Þættir úr sögu náttúrugripasafnsins Saga náttúrugripasafnsins er yfirleitt svo samtvinnuð sögu Hins íslenzka náttúrufræðifélags, að oft og einatt er ómögulegt að draga skýr takmörk rnilli þessara aðila. Náttúrufræðifélagið var líka upp- haflega fyrst og fremst stofnað til þess að koma á fót náttúrugripa- safni og varð því beinlínis til vegna safnsins. í samræmi við það hljóðar 2. grein félagslaganna, senr samþykkt voru á stofnfundi fé- lagsins hinn 16. júlí 1889, þannig: „Aðaltilgangur félagsins er sá, að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á íslandi, sem sé eign landsins og geynrt í Reykjavík." Stofndagur safnsins verður því að teljast sá sami og stofndagur félagsins eða 16. júlí 1889. Aðalfrum- kvöðull að stofnun félagsins og um leið safnsins var Stefán Stefáns- son, síðar skólameistari. Að vísu hafði árið 1887 verið stofnað ís- lenzkt náttúrufræðifélag nreðal íslendinga í Kaupnrannalröfn, og var það stofnað í sama tilgangi og Reykjavíkurfélagið. Aðalfor- göngumenn að stofnun Hafnarfélagsins voru þeir Björn Bjarnarson, síðar sýslumaður í Dalasýslu, og Stefán Stefánsson, og nrun Björn hafa átt frumhugmyndina að stofnun þess. En það lrefur frá upphafi verið litið svo á, að Reykjavíkurfélagið hafi verið nýtt félag og Hafnarfélagið lrafi aðeins verið undanfari þess. Kemur þetta greini- lega fram í bréfi frá Stefáni til Benedikts Gröndals, dags. 3. jan. 1890, en þar farast Stefáni þannig orð: „Við megum til nreð að respektera tilveru Hafnarfélagsins á undan hinu núverandi félagi, og það verður að geta þess, þegar um uppruna Náttúrufræðifélagsins er að ræða. En svo nær respektin ekki lengra.“ Það er eðlilegast að skipta sögu náttúrufræðifélagsins og náttúru- gripasafnsins í 4 tímabil: Tínrabil Benedikts Gröndals frá 1889— 1900, tímabil Helga Pjeturss frá 1900—1905, tímabil Bjarna Sæ- mundssonar frá 1905—1940 og svo tínrabilið eftir 1940. Benedikt Gröndal var sem kunnugt er kosinn fyrsti fornraður fé-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.