Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 21
HAFSTRAUMAR VIÐ NORÐURLAND 67 við Norðvesturland. Ein- mitt á því svæði beygir meginhluti Irminger- straumsins til vesturs, en aðeins lítill hluti lians fylgir ströndinni austur á bóginn. Vindstraumar geta flutt sjó langa vegu, ef vindur blæs stöðugt úr sömu átt. Þar sem þeir breyta eðlisþyngdardreif- ingunni, getur vindur- inn verið óbein orsök meginstrauma. Snúning- ur jarðar hefur áhi'if á stefnur bæði megin- strauma og vindstrauma og leitast við að snúa þeim til hægri á norður- hveli jarðar. Fallstraumar, þ. e. straumar þeir, sem flóðbylgjan veldur, og straumar, sem orsakast af djúpbylgjum, skipta reglulega um stefnu, renna fyrst í eina átt og því næst gagnstæða eða renna í hring. Þótt fallstraumarnir geti náð miklum hraða, hafa þeir ekki beina þýðingu fyrir hringrás sjávarins. Lóðréttar hreyfingar. Á svæðum, þar sem staðvindar blása af landi eða straumar renna í gagnstæðar áttir, verða til uppbótarstraumar (kompensations-straumar) upp á við til endurnýjunar á þeim sjó, sem flutzt hefur á brott. Þar sem uppstreymi nær til yfirborðslag- anna og endurnýjar þau með næringarefnum, svo sem fosfati og nítrati, sem nauðsynleg eru fyrir gróður plöntusvifsins, er dýra- og plöntulífið sérlega auðugt. Auk hinna láréttu strauma og uppstreymis á einstökum svæðum, fer mikil blöndun fram við umrósn (turbulence). Á þennan hátt endurnýjast yfirborðslögin af næringarefnum á sama hátt og við uppstreymi og hiti og selta berst milli sjávarlaganna. Slíkar hræring- ar skapast af 1) bylgjuhreyfingu við yfirborð, 2) kólnun eða uppguf- un við yfirborð, 3) straumum, sem l'ara ylir ójafnan botn, og fer þá 1. mynd. Hafstraumar i Noregshafi (Úr Helland- Hansen og Nansen).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.