Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 42
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Reykjavík, og tveimur árum síðar stóð svo á, að hann gat skoðað steinflísina og þekkti þá strax hvaðan hún rnyndi kornin vera. í Bakkabrúnum framarlega í Víðidal, voru móbergsmyndanir, sem flísin hafði brotnað úr, og við nánari eftirgrennslun kom í ljós að móbergsmyndanir þessar voru all auðugar af blaðförum. Samsumars hafði honum iieppnazt að leiða að því veigamikil rök, að móbergið í Bakkabrúnum væri myndað á hlýviðris skeiði jökultímans. Um gróður hér á land á jökultíma var þá ekkert vitað. Jakob reit grein um rannsóknir sínar: „Móbergsmyndanir í Bakka(kots)brúnum og steingervingar þeirra“, er birtist í Náttúru- fræðingnum 1935, bls. 97—114. Síðar reit hann enn rækilegar um rannsóknirnar á ensku: „The Interglacial Formation In Víðidal, Northern Iceland“. Kom sú grein í tímariti félags jarðfræðinga í London, Quarterly Journal of the Geological Society of London, vol xcv, bls. 261—273, október, 1939. Áður en ritgerðin var prentuð, var hún lesin, eins og venja er um slíkar greinar, á fundi í jarðfræð- ingafélaginu og vakti efni hennar eftirtekt. í umræðunum, sem fram fóru um greinina að loknum lestri hennar, var komist svo að orði um hana, að hún væri „a most important and enterprising piece of work“. Enda var hér ekki aðeins um nýuppgötvaða síðu í ísaldasögu íslands að ræða, heldur var hitt athyglisverðara og skipti meira máli fyrir kvarter-jarðfræðina, að fundizt hafði jafn þykk og ótvíræð interglacial jarðlaga myndun norður undir heimskautsbaug. Það var rothögg á þær tilgátur, sem enn létu við og við á sér bæra, að í tiltölulega suðlægum löndum, eins og t. d. Bretlandi, hefði aðeins átt sér stað eitt jökulvaxtarskeið og einn leysingatími á pleistocen. Frá almennu sjónarmiði kvarterjarðfræðinnar var þýðing ritgerðar- innar einmitt fólgin í þessu, því var það mikilsvert að greinin kom í jafnkunnu og vel metnu tímariti og Quart. Journ. Geolog. Soc. of London er, en brezkir laxveiðimenn, er dvöldust á Lækjamóti á sumrum, munu hafa skýrt brezkum jarðfræðingum frá rannsóknum Jakobs, og komið sambandinu á milli hans og þeirra. Þegar jarðfræðirannsóknir Jakobs H. Líndals eru metnar, verður að hafa í huga, að aðalstörf lians eru á öðrum sviðurn. Hann var bóndi og jarðvegsfræðingur. Á öðrum stað í þessu hefti Náttúru- fræðingsins er gerð grein fyrir jarðvegsrannsóknum Jakobs. Mér er kunnugt um að Jakob var alltaf hlaðinn tímafrekum búsýslustörfum og sveitarstjórnar störfum. Hann gat þess við mig stundum, að hann hefði lítinn tíma til jarðfræðirannsóknanna, sem hugur hans stóð

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.