Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 13

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 13
Sigurður Þórarinsson: Séð frá þjóðvegi iii Þar, sem liáir liólar .... „Þar, sem háir hólar hálfan dalinn fylla“. Allir vita, við hvaða hóla er átt með ljóðlínum þessum. En þessi lýsing gæti átt víða við í voru landi. Þeir eru margir dalirnir, einkum á l)lágrýtissvæðum landsins, sem hólar fylla að meira eða minna leyti. Þessir hólar eða haugar, eins og þeir hafa víða heitið, eru tvenns konar uppruna. Sums staðar eru þeir fomir jökulgarðar. Má t. d. nefna hóla þá, er liggja þvert yfir Jökuldal eystra, milli Forvaða norðan ár og Gils sunnan ár, eða hólana milli Breiðumýrar og Lauga í Reykjadal. En oftar eru þessir hólar sama uppruna og þeir hólar, sem skáld- ið á við í ofangreindum ljóðlínum, myndaðir við bergskrið (rock sliding) eða berghrun, þ. e. a. s. við það, að hamrahlíðar hafa skrið- ið, hlaupið eða hrunið fram. Við þetta hefur bergið molazt sund- ur, og hefur það, einkum í framjöðrum skriðnanna, hrúgazt upp í hóla, sem í fljótu bragði geta orðið nauðalíkir jökulgörðum, enda oft verið ruglað saman við þá. Var t. d. illilega flaskað á þeim, þegar reist var rafstöð í Fljótaá í Fljótum (Skeiðfossvirkjunin) fyrir tæp- um áratug. Dalurinn lokast til hálfs af liólabelti, Stifluhólum, og var talið, að þessir hólar væru fornir jökulgarðar og myndu vatnsheldir. Þar, sem Fljótaá rennur fram með neðstu hólunum, var byggð 30 m há stífla, og hinni fögru byggð innar í dalnum, Stíflunni, drekkt. En þegar vatnið tók að hækka innan Stifluhólanna, kom í ljós, að þeir hripláku. Jarðfræðileg athugun leiddi í ljós, að þessir hólar vom alls ekki jökulgarðar, heldur bergskriða, sem hlaupið hafði fram austan Fljótaár sunnan við Hvammshnjúk, þar sem heitir Strengur. Er örið í fjallshliðinni áberandi. Hefði verið fyrirfram gengið úr skugga um, að þarna var um bergskriðu að ræða, hefði verið full ástæða til að gera ráð fyrir leka, því að í bergskriðum er einkum samryskja af sundurlausu bergi og hornóttu grjóti og oftast lítið um leir og önnur þéttiefni, sem eru að jafnaði í jökulgörðum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.