Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 14
8
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
l.mynd. Köldukinnarhólar séðir frá norðri. -— Köldukinnarhólar viewed from N.
Ljósm. S. Þórarinsson.
I greinarkorni þessu ætla ég aðeins að vikja nokkuð að þeim berg-
skriðum, sem blasa við vegfarendum frá einum fjölfarnasta vegi
landsins, bilveginum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Gæti greinar-
kornið e. t. v. orðið til þess, að einhverjir, sem farið hafa um þennan
veg án þess að veita þessu fyrirbæri eftirtekt, gerðu það næst, er
þeir ættu leið þar um.
Fyrstu bergskriðurnar, sem blasa við, þegar farið er frá Reykjavík
til Akureyrar, eru tvær skriður, sem fallið hafa niður frá Haunsnefs-
öxl í Norðurárdal, sú stærri milli Hraunsnefs og Hvassafells, og nær
sú fram að þjóðveginum. Sú minni inn og upp af Hvassafelli. Standa
þverbrattir hamraveggir eftir, þar sem þessar skriður hafa skilizt frá
fjallinu, og mun nafnið Hvassafell dregið þar af.
Næstir verða á vegi þeir hólar, sem taldir eru meðal þess óteljandi
á íslandi, Vatnsdalshólar. Vmsar skoðanir hafa verið uppi rnn mynd-
un þessara hóla, og hafa sumir talið þá jökulgarða, en aðrir eld-