Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 15
SÉÐ FRÁ ÞJÓÐVEGI
9
stöðvar, en Jakob bóndi Líndal sýndi fram á það í grein, sem hann
ritaði í þetta tímarit árið 1936, að þessi víðáttumikla hólaþyrping er
bergskriða, hlaupin fram úr Vatnsdalsfjalli. Mun mörgum þykja
það ótrúlegt, er þarna fara um, en eftir að hafa skoðað svæðið úr lofti,
sannfærðist ég fyrir mitt leyti fyllilega um það, að skoðun Líndals
er rétt.
Sú bergskriða, sem næst verður á vegi, er næstum eins merkileg
og Vatnsdalshólar, en það er skriða, sem hlaupið hefur fram úr Langa-
daslfjalli sunnan Kollubergs niður á Langadal, milli bæjanna Fremsta-
gils og Geitaskarðs. Er ekið út á skriðuna, þegar kemur um 1 km
suður fyrir Fremstagil, og er hún þar um 2 km breið. Á um kíló-
metra breiðu svæði hefur skriðan hlaupið þvert yfir dalinn. Sé horft
úr bílnum til hægri, þegar elcið er suður yfir skriðuna, blasir við
allhátt uppi í hlíðinni vestan Blöndu þyrping af hólum, mörgum
strýtumynduðum, og ná þeir alveg upp undir Svínvetningabraut suð-
ur af Köldukinn, en niður af nýbýlinu Grænuhlíð. Líkjast þessir hól-
ar jökulgörðum, en ég hygg þá raunverulega vera framjaðar áður-
2. mynd. Séð af Svínvetningabraut til austurs yfir Köldukinnarhóla til Langadals-
fjalls. — View ío the E from Svínvetningabraut over Köldukinnarhólar and towards
Langadalsfjall. — Ljósm. S. Þórarinsson.