Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 31
NtJUNGAR tJR GRÖÐURRlKI ISLANDS 23 1. Alchemilla glomerulans Bus. Hnoðamaríustakkur. Galtahryggur í Heydal, 5/8 1953. Viða í dalnum og sums staðar geysistórvaxin, mældust stofnblöð hans allt að 17 cm í þvermól, lengd þeirra blaða var 15 cm. Hefur fundizt áður á all- mörgum stöðum á Vestfjörðum. 2. Botrychium lunaria (L.) Sw. f. microphyllum f. nova. Tungljurt. Tilbrigði þetta er frábrugðið aðaltegund í því, að það er miklu smávaxnara og vantar nær alveg grólausa blaðið — er það aðeins agnarlítill bleðill neðan til á einni gróblaðsgreininni. 3. Campanula rotundifolia L. var. arctica Lge. Bláklukka. Heydalur NV. í kjarr- skógi i norðurhlið dalsins. Mikið. 3/8 1953. Övenjulega tröllvaxin. Hæð stöng- ulsins frá 30 cm til 60 cm, lengd krónublaða allt að 3.0 cm, og mesta þver- mál krónunnar, fergðar, 3.6 cm. öll þau eintök, er ég skoðaði, voru einblóma, og krónan annað hvort alveg upprétt eða lítið drúpandi. Ég hef til bráðabirgða talið þennan fund til afbrigðisins arctica, sem vex aðallega á nyrztu slóð- um Skandinavíu. En það afbrigði er að sumu leyti frábrugðið plöntunum úr Heydal. Hin eiginlega var. arctica er naumast meir en 20 cm á hæð, og lengd blómblaða 2—2.5 cm. Nefnt afbrigði er talið vaxa viða ó Austfjörðum og ó nokkrum stöðum í öðrum landshlutum. En öll þau einblóma eintök, sem ég hef athugað, bæði úti á viðavangi og í hinu íslenzka nóttúrugripasafni, virðast í engu frábrugðin aðaltegund, ekki einu sinni hvað stær'S krónunnar snertir. Ég hlýt því að draga í efa, að afbrigðið arctica vaxi hér eins viða og ætlað hefur verið. En þar sem bláklukkan er mjög breytileg planta eftir staðháttum, tel ég ekki rétt að svo stöddu að gera nýtt afbrigði úr blóklukku þeirri, er ég fann í Heydalnum. (Sjá mynd 1.). Þá ber að geta þess, að fyrir mörgum árum fann Baldur Johnsen, héraðs- læknir í Vestmannaeyjum, einkennilega bláklukku í Staðarfjalli í Suðursveit, var þar aðeins um eitt eintak að ræða, og er það nú í mínum vörzlum. Ein- tak þetta er einblóma, og eru bikarfliparnir greinilega lengri en krónan. Væri æskilegt að grasafræðingar þeir, sem söfnuðu jurtum í Suðursveit, veittu því athygli, hvort bláklukkan þar væri eitthvað frábrugðin því venjulega. 4. Cardamine pratensis L. Hrafnaklukka. Sandvatn við Leggjabrjót SV., 29/7 1951. Gisli Gestsson safnaði. Tvö 10 cm há eintök, og eru þau fróbrugðin venjulegri hrafnaklukku í því, að krónublöðin eru dökkrauðblá að lit og virð- ast litið hafa upplitazt við þurrkinn eins og venjulegt er þó með blóm hrafna- klukkunnar. Hér er um litartilbrigði að ræða; hef ég aldrei séð það óður, og væri fróðlegt að vita, hve útbreitt það er hér á landi. 5. Carex canescens L. X Lachenalii Schkuhr. Kaldalón NV., í röku skógarkjarri, 26/7 1953. Bastarður þessi hefur fundizt á fóeinum stöðum hérlendis, þar á með- al á tveim stöðum ó Vestfjörðum. Eintök þau, er ég fann, voru mjög þroskaleg. Þar, sem foreldrin, blátoppastörin og rjúpustörin, vaxa svo að segja hlið við hlið eins og á sér stað í Kaldalóni, geta menn vænzt þess að rekast á þennan bastarð. llann líkist talsvert blótoppastör, en hefur móleitari öx, stórt toppax, og rétt neðan við það nokkur smáöx í þyrpingu, neðstu öxin litlu minni en toppaxið. Hefur ekki fundizt hér með þroskuðum aldinum. 6. Carex dioeca L. X canescens L. Við jaðar Brennistaðaskógar i Heydal NV., í mýrardragi, 5/8 1953. Bastarður þessi, sem er til orðinn við samæxlun tví- býlisstarar og blótoppastarar, hefur ekki fyn- fundizt hér ó landi. Óx hann á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.