Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 35
NtJUNGAR ÚR GRÓÐURRÍKI ISLANDS 27 16. 17. i Heydalnum og náði í 3 ótviræð eintök af henni. Siðan hefur enginn jurtasafnari komið á þessar slóðir, og tegundin heldur ekki fundizt á öðrum stöðum á landinu. Á ferðalagi mínu vestra nú i sumar gafst mér tækifæri til þess að athuga nákvæmlega út- breiðslu hennar og afla mér fleiri ein- taka. Skógelftingin vex innan til í Heydalnum í svokölluðum Loðna- skógi og á svæði, sem er um 300 metra langt. Er mikið af henni þama; vex hún í góðu skjóli inni í ógrisjuðu kjarrinu og er mjög þroskaleg. Þó óx hún hvergi í norðurjaðri kjarrskógar- beltisins, klóelftingin réð þar alger- lega lögum og lofum. Noiiðan megin árinnar á móts við Loðnaskóg fann ég nokkur eintök í skóglausum, deig- lendum jarðvegi, en J)au voru lágvax- in og eymdarleg útlits. Ég leitaði skógelftingarinnar víða innan um birkikjarr, bæði annars staðar i Hey- dalnum og með fram Mjóafirði, en árangurslaust. Epilobium collinum L. forma lacti- florum f. nova. Klappadúnurt. Vík í Mýrdal SA. 4/7 1953. Krónan mjólk- urlit eða nær því hvít, að öðru leyti ekki frábrugðin aðaltegund. Fumaria ojficinalis L. Reykurt. Sól- vangur í Fossvogi SV. 11/8 1951. Slæðingur alblómgaður. Planta þessi telst til reykjurtaœttarinnar (Fuma- riaceae), sem er náskyld draumsól- eyjarættinni. Hún er smágerð mjög, marggreind og flækjukennd og ber 3. mynd. Erigeron boreale (Vierh.) Simm. var. pycnophyllum v. nova. Nýtt afbrigði af jakobsfífli (natural size). fjólublá krónublöð, sem eru dökk-purpuralit i oddinn. Hordeum jubatum L. Silkibygg eða ikomabygg. Hofgarður á Snæfellsnesi V. 17/8 1952. Þetta er slæðingur, er á uppmna sinn að rekja til Vesturheims. Hefur hans orðið vart ó nokkrum stöðum hér hin síðari órin, aðallega um suður- og suðvesturhluta landsins. Er ef til vill að taka sér hér bólfestu. Isoetes lacustris L. Vatnalaukur. Við Flóamannaklett í Þjórsárdal S. 28/6 1951. Gísli Gestsson safnaði. Áður fundinn á einum stað ó S. Leontodon auctumnalis L. forma Taraxaci L. Skarifífill. Afbrigði þetta, sem er með einni körfu og mjög dökkhærðri biðu, fann ég á fjölmörgum stöðum við Isafjarðardjúp. Virtist mér það algengara þar en á öðmm stöðum, er ég hef 18. 19. 20.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.