Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 37
NYJUNGAR OR GRÖÐURRlKI ISLANDS
29
undin lá ónafngreind í grasasafni mínu þangað til s.l. ár.) Jurt þessi óx að
vísu þarna á einum stað, en það var mikið af henni, og var auðséð, að hún
hafði vaxið þarna i nokkur ár, virtist hún vera vel á vegi með að nema hér
land. Hvort hún vex þarna enn, er mér ekki kunnugt um, en ég tel það þó
liklegra, hafi enginn raskað ró hennar. Sumarið 1946 fann Steindór Steindórs-
son þessa sömu tegund i gróðrarstöðinni í Vaglaskógi, og telur hann, að hún
muni sennilega vera að ilendast þar. (Sjá Náttúrufr. 1. h. 1952).
Skógarflækjan er fjölært krossblóm, hefur skipt blöð og smáar, gular krón-
ur. Hún getur orðið allstórvaxin og er slæmt illgresi sums staðar erlendis;
er algeng i mörgum löndum Evrópu og nær útbreiðsla hennar alla leið til
Norður-Afriku. Frá Evrópu hefur hún flutzt til Norður-Ameriku og er viða
þar til óþurftar i ökrum og görðum.
33. Sagina subulata (Sw.) Presl. Broddkrækill. Heydalur NV. 3/8 1953. Öx víða
fram með reiðgötunni norðanbæjar. Næsti fundarstaður er Eyri í Isafirði.
34. Saxifraga Hirculus L. var. alpina Engl. Gullbrá. Vik i Mýrdal SA. 14/7 1953.
35. Sedum annuum L. Skriðuhnoðri. Látraskógur við Mjóafjörð NV. 30/7 1953.
Hefur áður fundizt að Eyri í Isafirði og við Skutulsfjönð. Aðrir fundarstaðir
ekki kunnir i Isafjarðarsýslunum.
36. Sparganium angustifolium Michx. Trjónubrúsi. Hundadalssíki í Miðdölum
2/8 1949. Stöngullengd 35 cm. Mikið. Áður óþekkt frá Vesturlandi.
37. Trifolium dubium Sibth. Músasmári Laugarás í Reykjavik 10/8 1950. Einær
slæðingur, sem líklega er ko»nnn hingað til landsins i hænsnakorni. Blóm
þessarar jurtar eru í kollum, ljósgul að lit. Ekki endurfundin i sumar. Tegund
þessi finnst víða, bæði sem villijurt og sem slæðingur, allt frá Suður-Skand-
inavíu til Kákasus. Hefur borizt frá Evrópu til Norður Ameríku á siðari timum.
38. Valeriana sambucifolia Mikan fil. Hagabrúða. Grenhjalli i Laxárdal í Horna-
firði, 90 m yfir sjó, 20/8 1936. Öblómguð. Eintök þau, er ég safnaði, voru á
sínum tima ákvörðuð sem V. officinalis (garðabrúða), enda litu margir grasa-
fræðingar þá á V. sambucifolia í hæsta lagi sem deilitegund (Subspecies) af
V. officinalis. Nú lita flestir svo á, að hér sé um 2 aðgreindar tegundir að
ræða, og er þá farið bæði eftir litþráðafjölda og ytri einkennum. Þó vilja fróð-
ustu menn i þessum efnum halda þvi fram, að öll tegundareinkenni séu hald-
laus nema litþráðafjöldinn. En það hygg ég ekki vera nema stundum. Oft
eru ytri einkennin svo glögg, að ekki verður um villzt og eru Hornafjarðar-
eintökin gott dæmi um það. Á þeim eru blnðpörin aðeins tvö, og smóblöðin
með fáum grófum tönnum. Endasmáblaðið er breitt, greinilega stærra en hin
smáblöðin. Aftur á móti er ég í vafa um Valeriana-eintök, er ég safnaði i
birkikjarri í Svínahlið við Þingvallavatn sumarið 1951. Þau hafa 6—7 smá-
blaðapör, sem ýmist eru heilrend eða með fáeinum grófum tönnum. Enda-
smóblaðið eilítið lengra og breiðara en hin smáblöðin. Stöngulmyndun var ekki
hafin. Tenning blaðanna, einkanlega endasmáblaðsins, minnti ó V. sambuci-
folia, en blaðparafjöldinn ó V. officinalis. Um útbreiðslu hagabrúðunnar hér
ó landi er enn allt á huldu. Garðahrúðan hefur á hinn bóginn verið talin
vaxa hér og hvar um SA., S. og SV. hluta landsins. Á öllu þessu svæði þyrfti
nókvæm söfnun eintaka að fara fram, svo að hægt verði sem fyrst að ganga
úr skugga um, hvað er hvað í þessum efnum.