Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 39
Ingólfur Davíðsson: Nokkrir fundarstaðir fremur fágœtra jurta I. Loðmundarfjörður 1953. Um mánaðamótin júlí—ágúst athugaði undirritaður gróðurfar í Loðmundarfirði; en hann er stuttur fjörður, rétt norðan við Seyðis- fjörð. Liggur Loðmundarfjörður opinn við hafátt og mun þar vera fremur snjóþungt. Á sjávarflæðum við fjarðarbotninn vex sjávarfitj- ungur (Puccinellia maritima). Þar eru líka breiður af heigulstör (Carex glareosa); og skriðstör (C. norvegica) þar sem blautara er og í grunnum síkjum. Mynda þessar tvær starir dálítið gróðurhelti, sums- staðar blandað bjúgstör, gulstör, mýrastör og fitjafinnungi. Marstör (C. salina var. kattegatensis) vex hér og hvar í mýrum nálægt sjón- um, og lágarfi og stjörnuarfi á sjávarfitjunum. Skammt inn af fjarð- arbotninum liggur stór og grösugur, marflatur flói. Þar vex víða mik- ið af keldustör (C. magellanica), en hún er fágæt á Austfjörðum. 1 jaðri flóans, sunnan ár gegnt Ulfsstöðum, vex talsvert af einkenni- legri mýrastör (C.Goodenoughii var. acrogyna, forma gracilenta?). Ber hún gildvaxið kvenax í toppi. Er fremur mjóblaða með löng stoðblöð. Vex þetta einkennilega afbrigði í hálfdeigju innan um hrossanál, þráð- sef, stinnastör og gulvíðilauf. Annað mýrastararafhrigði með sérstakt kvenax á löngum, stofnstæðum grönnum legg, auk venjulegu axanna, sést hér og hvar. Einnig bastarður mýrastarar og gulstarar, hávaxinn með mjög löng stoðblöð (C. Goodenoughii X C. Lyngbyei). Brodda- stör og ígulstör mega heita algengar. Tvíbýlisstör víða. Vetrarkvíða- stör er víða ríkjandi í flóanum, ásamt miklu af tjarnastör, keldustör, flóastör, blátoppastör og mýrastör. Dúnhulstrastör (C. pilulifera) vex út með firðinum, að Nesi og víðar. Hún finnst æ viðar á Austfjörð- um, en hvergi hef ég séð jafnmikið af henni og í StöÖvarfirÖi. Há- sveifgras (Poa trivialis) vex að Stakkahlíð og Sævarenda, bæði í túni og utan. Fjallafoxgras sums staðar í túnunum. Kjarrsveifgras hér og hvar. Smátjamir eru víða alþaktar tjarnarbrúsa (Sparganium mini- mum). SkriSdepla (Verordca scutellata) í pollum og bleytu í Stakka-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.