Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 40
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hlíð og víðar. Dökkasef (Juncus castaneus) hér og þar í flögum. Broddkrœkill (Sagina subulata) að Sævarenda, Nesi og víðar. Kúmen í túni að Sævarenda, Klyppsstað og Úlfsstöðum. Ljósadúnurt óvenju algeng. Stóriburkni (Dyopteris filix mas) vex í urð skammt frá sjó við Sævarenda, en aðeins lítið af honum. Skjaldburkni víða. Mýra- berfalyng (Oxycoccus microcarpus) hér og hvar í mýraþúfum milli Seljamýrar og Ness. Gullkollur í Nesi, Seljamýri og á melkollum við Stakkahlíð. Blákolla algeng í Nesi og víðar út með firðinum. 1 berg- hlaupinu mikla (hólahrúgaldinu) utan við Stakkahlíð vex allmikið af lyngjafna (Lycopodium annotinum), einkum nálægt ánni á Hraun- dal. Litunarjafni (L.alpinum) vex þar líka og einnig í Úlfsstaða- hálsi. Yaxa jafnarnir innan um lyng (kræki-, aðal- og bláberjalyng). Lyngjafni fannst í fyrra í Borgarfirði eystra (Helgi Jónsson). Áður ófundinn á Austfjörðum. Eski (Equisetum hiemale) vex hér og hvar í hlíðum, báðum megin fjarðarins. Hjartatvíblaðka (Listera cordata) allvíða. Hndðamaríustakkur (Alchemilla glomerulans) vex hér og hvar, einkum í ofanverðum hlíðum, en hlíðamaríustakkur (A. ves- tita) og mariustakkur (A. filicaulis) eru algengastir. RauSur vallhum- all (Alchemilla millefolium f. rubriflora) sést hér og hvar, ásamt þeim hvíta. f grasi grónum görSum á eySibýlum halda nokkrar skrautjurt- ir og slæðingar ennþá velli, t. d. sigurskúfur á Bárðarstöðum; baldurs- brá, þrenningarfjóla og gleym-mér-ei á Seljamýri, krossfífill að Nesi; randagras og silfurhnappur að Neshjáleigu. Breiðast sumar þeirra sennilega út síðar. Skriðsóley (Ranunculus repens) og húsapuntur vaxa við flesta bæi. HáliSagras hefur víða haldizt í túnum síðan því var sáð 1946. Öx einnig við veg innan við Sævarenda. Talsvert vex af undafíflum i Loðmundarfirði. Einkum eru þeir vöxtulegir í kjarr- inu í Úlfstaðahálsi. Undafíflana hefur Ingimar Óskarsson ákvarðað og reyndust tegundirnar vera þessar: Greinafífill (Hieracium semi- bipes) Nes; netœSafífill (H. retifolium) Nes; smáfífill (H.congeni- tum) Úlfsstaðarháls, og Stöðvarfífill (H. stoedvarense) Úlfsstaðaháls, Stakkahlíð og Sævarendi. Ennfremur Islandsfífill (H. islandicum) víða. Ein fífiltegundin er ég fann er ný á íslandi og því nafnlaus ennþá. Uppi á HjálmárdalsheiSi milli Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar vaxa ýmsar fjallajurtir, t. d. rjúpustör, fjallhæra, lotsveifgras (Poa flexuosa), jöklasóley, dvergsóley, fjalladúnurt, fjallanóra, lækja- og laukasteinbrjótur. (Ath.: Þóroddur Guðmundsson rithöfundur getur nokkurra sjaldgæfra tegunda úr Loðmundarfirði í Náttúrufræðingn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.