Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 42

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 42
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hér á landi. Vaf-sníkjurnar (Cuscuta) eru einærar blaðgrænulausar jurtir, gulleitar með grannan vafstöngul og smá, hreisturkennd blöð. Sogvörtur eru á stönglunum til að sjúga næringu úr öðrum jurtum. Blómin mjög smá, gulleit, þétt saman í litlum kollum. Sumarið 1951 fann ég hagastör (Carex pulicaris) spölkorn innan við Lönd í Stöðvarfirði. Þessi sjaldgæfa stör er áður fundin í Nípu í Norðfirði, Haga og Hofi í Mjóafirði og í Kaldbaksvík á Vestfjörð- um. Strandastör (C. marina) vex víða við sjóinn í Stöðvarfirði og dúnhulstrastör er þar algeng. Villilín algengt og klettafrú. Sigurskúfur í Bæjarstaðaklettum og Selbrekkuklettum. 1 Flóru Islands er safastör (Carex diandra) nefnd frá tveimur stöðum í Öræfum, Sandfelli og Fagurhólsmýri. En hún er einnig algeng í engjunum á Svínafelli og Hofi. Var mjög þroskaleg 30—50 cm há sumarið 1951. Ávaxtainnflutningur hefur verið frjáls að mestu 1952—1953 og sáust þess merki s.l. sumar á „guðs grænni jörðinni“. Smáar epla- plöntur tóku að gægjast upp hér og hvar, t. d. á sorphaugunum og við- ar, þar sem eplakjarnar hafa fallið i jörð. A svæðinu framundan Langholtsskólanum nýja hér í Reykjavík taldi ég um 20 ungar epla- plöntur snemma í september. Gerði Gísli Jónasson skólastjóri mér aðvart um þetta fyrirbæri. Kvað hann nemendur oft hafa borðað epli þarna í fyrra i frimínútum og fleygt frá sér kjörnunum, sem síðan hafa spírað, þegar voraði. Setti ég fáeinar eplaplöntur í jurtapott og lifa þær góðu lífi. Víðar veit ég dæmi til að eplakjarnar liafa spírað í hlaðvörpum. — Nýlega sýndi Hannes M. Þórðrason kennari mér „kynlega kvisti“ frá Jórvík i Breiðdal. Reyndust þeir vera blæ- ösp. Er þá Jórvik fjórði fundarstaður asparinnar hér á landi. Vex hún þar jarðlæg innan um berjalyng, en einnig í lágu kjarri og er þar um metrahá. Vex öspin líklega viðar í austfirzku skóglendi. öspin er eflaust gömul í landinu. Örnefni (Espihóll o. fl.) benda til þess, að hún hafi vaxið hér allvíða á landnámstíð. Hefur hún e. t. v. lifað síðustu ísöld. öspin gægist hér og hvar upp úr kjarri á síðari árum; sennilega vegna hlýnandi veðurfars og minnkandi beitar. III. I ágúst s.l. sumar kom Ole Pedersen garðyrkjufræðingur til mín með einkennilega jurt úr skrúðgarði Guðmundar Vilhjálmssonar fram- kvæmdastjóra, Bergstaðastræti 75, Reykjavík. Reyndist þetta dögglings- bikar (Limnanthes douglasii), einær jurt, ættuð frá Kaliforníu. Jurt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.