Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 42
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hér á landi. Vaf-sníkjurnar (Cuscuta) eru einærar blaðgrænulausar jurtir, gulleitar með grannan vafstöngul og smá, hreisturkennd blöð. Sogvörtur eru á stönglunum til að sjúga næringu úr öðrum jurtum. Blómin mjög smá, gulleit, þétt saman í litlum kollum. Sumarið 1951 fann ég hagastör (Carex pulicaris) spölkorn innan við Lönd í Stöðvarfirði. Þessi sjaldgæfa stör er áður fundin í Nípu í Norðfirði, Haga og Hofi í Mjóafirði og í Kaldbaksvík á Vestfjörð- um. Strandastör (C. marina) vex víða við sjóinn í Stöðvarfirði og dúnhulstrastör er þar algeng. Villilín algengt og klettafrú. Sigurskúfur í Bæjarstaðaklettum og Selbrekkuklettum. 1 Flóru Islands er safastör (Carex diandra) nefnd frá tveimur stöðum í Öræfum, Sandfelli og Fagurhólsmýri. En hún er einnig algeng í engjunum á Svínafelli og Hofi. Var mjög þroskaleg 30—50 cm há sumarið 1951. Ávaxtainnflutningur hefur verið frjáls að mestu 1952—1953 og sáust þess merki s.l. sumar á „guðs grænni jörðinni“. Smáar epla- plöntur tóku að gægjast upp hér og hvar, t. d. á sorphaugunum og við- ar, þar sem eplakjarnar hafa fallið i jörð. A svæðinu framundan Langholtsskólanum nýja hér í Reykjavík taldi ég um 20 ungar epla- plöntur snemma í september. Gerði Gísli Jónasson skólastjóri mér aðvart um þetta fyrirbæri. Kvað hann nemendur oft hafa borðað epli þarna í fyrra i frimínútum og fleygt frá sér kjörnunum, sem síðan hafa spírað, þegar voraði. Setti ég fáeinar eplaplöntur í jurtapott og lifa þær góðu lífi. Víðar veit ég dæmi til að eplakjarnar liafa spírað í hlaðvörpum. — Nýlega sýndi Hannes M. Þórðrason kennari mér „kynlega kvisti“ frá Jórvík i Breiðdal. Reyndust þeir vera blæ- ösp. Er þá Jórvik fjórði fundarstaður asparinnar hér á landi. Vex hún þar jarðlæg innan um berjalyng, en einnig í lágu kjarri og er þar um metrahá. Vex öspin líklega viðar í austfirzku skóglendi. öspin er eflaust gömul í landinu. Örnefni (Espihóll o. fl.) benda til þess, að hún hafi vaxið hér allvíða á landnámstíð. Hefur hún e. t. v. lifað síðustu ísöld. öspin gægist hér og hvar upp úr kjarri á síðari árum; sennilega vegna hlýnandi veðurfars og minnkandi beitar. III. I ágúst s.l. sumar kom Ole Pedersen garðyrkjufræðingur til mín með einkennilega jurt úr skrúðgarði Guðmundar Vilhjálmssonar fram- kvæmdastjóra, Bergstaðastræti 75, Reykjavík. Reyndist þetta dögglings- bikar (Limnanthes douglasii), einær jurt, ættuð frá Kaliforníu. Jurt-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.