Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 3
Náttúrufr. - 26. árgangur - 3. hefti - 113—160. síöa - Reykjavik, október 1956 Guðmundur Kjartansson: Um tvennt er jarðsaga íslands með eindæmum hér á jörðu. Eng- in önnur spilda jarðskorpunnar — jafnstór eða stærri og svo vel af- mörkuð, að land geti heitið — er að eins miklu leyti hlaðin upp af jarðeldi. I öðru lagi er ísland allra landa yngst. Ilvort tveggja veld- ur fábreytni í jarðsögunni. Ýmsar þær bergtegundir, sem eru aðal- efni margra landa, vantar gersamlega hér á landi, t. d. kalkstein, gneis og flöguberg. Eldstorkan er vitanlega örsnauð að steingerving- um, þ. e. fornum leifum jurta og dýra. Af þeim sökum er aldur ís- lenzkra bergmyndana torráðnari en ella mundi, því að steingerv- ingar eru það, sem öllu öðru fremur segir til um aldur þeirra jarð- laga, er þeir finnast í. Loks veldur æska landsins því, að hér finnast aðeins jarðmyndanir frá síðustu jarðsöguöld, þeirri sem kölluð er nýöld. En í upphafi nýaldar, fyrir 60—70 milljónum ára, var löngu fullmyndað því nær allt það, sem kalla má fast berg, í grannlöndum vorum bæði austan hafs og vestan. 60—70 milljónir ára eru að vísu ógnarlega langur tími að miða við tímabil mannkynssögunnar — um það bil 10 þúsund sinnum lengri en hún öll. Þó að ísland sé mjög ungt — að tímatali jarðfræðinga — og í myndunarsögu þess sé að engu getið ýmissa þeirra skapandi afla, er mest liggur eftir í jarðsögu flestra annarra landa, þá er saga þess að sumu leyti fróðlegri en nokkurs annars lands. Það ber til, að hin sömu öfl sem hlóðu upp ísland eru hér enn að verki og ekkert lát á afköstum þeirra. Af völdum sjávargangs, vatna og jökla og ekki sízt jarðelda verða hér á einni mannsævi fyrir augum okkar þær ný- myndanir bergs og breytingar á landslagi, að okkur ætti ekki að blöskra, þó að mikið hafi um skipazt á milljónum ára. Á bernsku- skeiði jarðfræðinnar, fyrir um hundrað árum, og raunar allt til þessa 1) Upphaflega flutt sem Afmæliserindi Ríkisútvarpsins, 22. janúar 1956.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.