Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 10
120
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURIN N
miljónir ára, þá styðst það eingöngu við aldursgreiningu á erlendu
bergi mynduðu á sama jarðsöguskeiði, þ. e. eósen.
Enn he£ ég aðeins rætt um aðaluppistöðu blágrýtismyndunarinn-
ar þ. e. blágiýtishraun með meiri eða minni millilögum. Þetta
eru ennfremur elztu berglög myndunarinnar. En eftir að þau höfðu
hlaðið upp, lag fyrir lag, geysimikla landspildu, sem náði ofansjávar
langt út fyrir núverandi strendur landsins og skipti kílómetrum
að þykkt, þá tróðst víða inn í hana nýtt bráðið berg (bergkvika)
neðan úr djúpum jarðskorpunnar og storknaði í ýmiss konar flikki,
sem við köllum innskot. einu nafni. Innskotin eru margvísleg að
stærð, lögun og bergtegundum og heita eftir því ýmsum nöfnum.
Allra venjulegustu innskotin eru blágrýtisgangar. Þeir eru plöt-
ur að lögun, eins og hraunlögin, en sá er munurinn, að gangarnir
standa á rönd og skera um þvert hraunlög og millilög. Oft eru þeir
harðari fyrir en þessi lög og skaga þá fram sem bríkur og snasir í
hlíðum eða hleinar í fjörum. Á stórum svæðum liggja flestir gang-
ar í sömu stefnu. Á Vestfjörðum mun aðalstefna þeiiTa vera frá
norðaustri til suðvesturs, en á Austfjörðum frá norðri til suðurs.
Vera má að sumir blágrýtisgangarnir séu gamlar gossprungur og
eitthvað af blágrýtishraununum sé frá þeim runnið, en hvergi hafa
þó hingað til fundizt óslitin tengsl milli gangs og hraunlags.
Blágrýtisfjöll eru flest með dimmu yfirbragði og litlum litbrigð-
um, en hér og þar á blágrýtissvæðunum getur að líta bjarta flekki
í hlíðunum eða jafnvel heil fjöll, sem skera sig fagurlega úr að birtu
og litskrúði. Þar kemur fram bergtegundin liparít eða aðrar henni
skyldar. Við getum líka kallað þær einu nafni Ijósgrýti. Ég skal nefna
til dæmis nokkur líparítfjöll eða fjöll með stórum líparítskellum,
sem blasa við úr fjölmennum byggðum og eru öll innan blágrýtis-
myndunarinnar: Móskarðshnúkar við austurenda Esjunnar, Baula
í Borgarfirði, Súlur í Eyjafirði, Hvítserkur við Borgarfjörð eystra
og Ketillaugarfjall í Hornafirði. Mestur hluti líparítsins hefur ef-
laust myndazt sem innskot og storknað neðanjarðar. Stærstu lípar-
ítbreiðurnar, einkum á Austfjörðum, eru margra kílómetra að
þvermáli. En þar mun oftast um mörg innskot að ræða, sem liggja
þétt saman. Mörg þeirra eru aðeins gangar og óreglulegar æðar,
sem hríslast um blágrýtismyndunina. Allt þetta líparít eða ljós-
grýti, sem storknaði neðanjarðar, hefur þá fyrst komið í Ijós á yfir-
borði jarðar, er hin bergeyðandi öfl, þau sem felast í veðrum og