Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 20

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 20
130 NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN er að uppruna hraun eins og flest blágrýti, og raunar eru blágrýti og grágrýti aðeins tvö afbrigði einnar bergtegundar, sem nefnist basalt. Mörg grágrýtishraun á móbergssvæðunum má rekja til upp- taka, að eldstöðvunum, sem hafa gosið þeim, því að yfirborði hraun- anna hallar yfirleitt enn í þá átt sem þau runnu. Allar grágrýtis- gosstöðvar, sem kunnugt er um, eru sarns konar, þ. e. dyngjur. Þær eru flatvaxnar bungur eingöngu úr hrauni. Langfrægust dyngja hér á landi er Skjaldbreiður upp frá Þingvallasveit. Hann er fullkom- lega reglulegur, með stóran gíg í kolli, en lieldur í brattara lagi, eftir því sem dyngjur eru vanar að vera. Ég nefni Skjaldbreið hér aðeins sem ákjósanlegt dæmi um þessa gerð eldfjalla. En hann er nútímadyngja og á ekki heima í móbergs- eða grágrýtismynduninni. Flestar grágrýtisdyngjurnar hafa eitthvað rofizt og aflagazt. Þær bera það allar með sér, að jökull hefur sorfið þær, og eins er um grágrýtishraunin, sem frá þeim liafa runnið. Þar eru nú komnar fægðar og rákaðar klappir í stað hins upphaflega hrjúfa hraun- yfirborðs. Ég skal nefna fáeinar grágrýtisdyngjur til dæmis: Mos- fellsheiði á mörkum Kjósarsýslu og Árnessýslu. Talið er, að þaðan hafi runnið grágrýtið, sem Reykjavík stendur á. Lyngdalsheiði í Árnessýslu er með fullkominni dyngjulögun og vottar fyrir stórum gíg á kolli hennar. Á eystra móbergssvæðinu sunnanlands veit ég ekki um neina grágrýtisdyngju né grágrýtishraun; hvort tveggja virðist vanta þar. í Þingeyjarsýslu skal ég aðeins nefna Vaðöldu í Ódáðahrauni og Grjótháls vestan Jökulsár hjá Dettifossi. Ég gat þess áðan, að gerð móbergsins benti til myndunar undir jökli og það væri því talið vera frá jökulskeiðum ísaldarinnar. Jafn- augljóst virðist vera, að grágrýtishraunin hafi runnið yfir autt land, og það liafi því gerzt í ísaldarhléum. Lengra verður nú ekki að sinni rakin saga landslags og bergs hér á landi. Við látum liana niður falla, meðan landið er enn hul- ið ísbrynju undir lok síðasta jökulskeiðs ísaldarinnar. En þá var lokið smíði hinnar föstu klappar, sem við köllum berggrunn lands- ins, og flestir ( en ekki allir) hinir stærstu drættir landslagsins komn- ir í nútímahorf. Þetta tók 60—70 milljónir ára. — En hvenær var svo mikil og hagleg smíði gerð á skemmri tíma?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.