Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 26

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 26
134 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hreiðurskálin sjálf er venjulega fóðruð með grasi og mosa, en dræsur af hreiðurefnum lafa oft niður frá hreiðurbörmunum utan- verðum. Ef hreiðrin fjúka ekki eða skolast burt í vetrarveðrum og stórbrimum, eru þau notuð ár eftir ár, og þá aðeins bætt við nýjum hreiðurefnum ofan á hinn forna og bælda hreiðurstöðul. Gömul hreiður geta því verið allhá og fyrirferðarmikil. Eggin eru 1—3, hér á landi langoftast 2. Þau eru ljóssteingrá, sjaldnar ljósgrábrún eða ljósgrágræn, með gráfjólubláum grunnblettum og brúnum skellum, dílum eða dropum, einkum í kringum gildari enda eggsins. Skurninn er fremur hrjúfur og gljáalaus. Útung- unartíminn er talinn vera 21—24 dagar og talið er, að ungarnir verði fleygir 4—5 vikum eftij að þeir koma úr eggi. Báðir for- eldrarnir taka þátt í hreiðurgerð, útungun eggjanna og öflun fæðu handa ungunum, en þeir verða af eðlilegum ástæðum að dveljast í hreiðrinu unz þeir verða fleygir. Fæðu handa ungunum bera fullorðnu fuglarnir ekki í nefinu heldur gleypa hana og spúa henni síðan upp. Ungarnir verða fleygir í ágúst og þá fer ritan smám saman að yfirgefa varpstöðvarnar og dreifist þá fyrst í stað víða með strönd- um fram og inn flóa og firði. Rekur þá oft talsvert af dauðum rituungum, því að þeim reynist oft erfitt að bjarga sér upp á eigin spýtur. Þegar í ágúst fer ritan að leita til hafs og í septemberlok er hún að mestu horfin frá landinu. Yfir háveturinn sjást aðeins einstakir fuglar eða smáhópar á stöku stað við ströndina eða inni á flóum og fjörðum. í marz fer ritan fyrir alvöru að leita lands aftur og í apríl og maí eykst mergðin jafnt og þétt. Þó er talið að í Vestmannaeyjum fari slæðingur af ritu að leita lands í febrúar og jafnvel í janúarlok. í apríl fer ritan að setjast upp á varpstöðv- unum og síðari hluta þess mánaðar má þar oft sjá fugla, sem eru farnir að fást við hreiðurgerð. Aðalvarptíminn er þó ekki fyrr en í maílok eða í byrjun júní. í Vestmannaeyjum mun þó eitt- hvað af ritu fara að verpa allmiklu fyrr, jafnvel snemma í maí. Á vorin og um varptímann sækja ritur mjög á ósalt vatn til að drekka og baða sig, og getur þá oft að líta stórhópa af ritu á tjörn- um og pollum í grennd við ritubjörgin. Þá er og algengt, að mikl- ar ritubreiður sitji um varptímann á ákveðnum stöðum uppi á landi í nánd við ritubjörgin eða á flúðum og urðum undir þeim. Mun margt af þeirri ritu vera ókynþroska ungfuglar, því að þeir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.