Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 30
Helgi Jónasson: AS vestan Sumurin 1954 og 1955 ferðaðist ég um Vestfirði til gróðurat- hugana. Fór um norðurhluta Strandasýslu frá Kúvíkum að Reykj- arfirði nyrðri. Líka fór ég inn í ísafjarðardjúp og var nokkra daga í Æðey og innsta hluta Snæfjallastrandar og Kaldalóni. Hér verður í stuttu máli getið nokkurra plöntutegunda, sem ég fann á þessu afmarkaða svæði á Ströndum, er ég fór um. Eru það ekki aðrar en þær, er mjög sjaldgæfar hafa verið taldar eða áður óþekktar í þessum landshluta.1) Botrychium boreale Mánajurt. — Reykjafjörður syðri. í háu grasi, óvenjulega stórvaxin, 19 cm á liæð. Grólausa blaðið 4 cm á breidd. Ingólfsfjörður, á sendnum sjávarbakka. Potamogeton pusillus Smánykra. — Vatnshöfðavatn á Dröng- um. Reykjarfjörður ytri, volgar tjarnir við Hestavallalaug, þar var hún í þéttum flækjum, mikið blómguð. Deschampsia caespitosa Snarrótarpuntur. — Víða í tún- um eru smáblettir af honum, og bar mönnum, sem ég talaði við, saman um, að þeim blettum hefði fjölgað og þeir stækkað eftir kalárin síðustu. Mestan snarrótarpunt sá ég í túninu á Kúvíkum, sem nú eru í eyði. í úthaga fann ég hann á einum stað: Krossnesi. Juncus squarrosus Stinnastef. — Heldur óvíða. Kjós, Reykjar- fjörður syðri, Naustavík. Smáblettir til og frá í hálfdeigjum. Áber- andi vegna grænni litar en umhverfið. Ekki fundið norðan við Naustvíkurskörð. Sagina intermedia Snækrækill. — Kleifar milli Kúvíkna og Djúpuvíkur. Reykjarfjörður ytri. Ekki getið fyrr frá Vestfjörð- um. 1) í grein þessari voru taldar 37 tegundir auk þeirra, sem hér eru nefndar, en þóttu ekki svo sjaldgæfar, að ástæða væri til að taka þær með. Listi yfir allar plönturnar hefur verið afhentur Náttúrugripasafninu. Ritstjórinn.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.