Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 31
AÐ VESTAN 139 Cakile edentula Fjörukál. — Drangar. Saxifraga Hirculus Gullbrá. — Reykjanes, Árvík, Naustvík- urskörð. Potentilla erecta Blóðrót. — Þessa tegund telur Bjarni Jóns- son (Náttúrufr. XII. árg. 1942) fundna í Eyvindardal eystra og á Fljótsdalsheiði. Er hennar getið í Flóru ísl. 3. útg. sem óvissrar teg- undar. En nú fann ég hana við heitan læk hjá hinum forna kirkju- stað, Kirkjubóli í Reykjarfirði ytri, svo nú verður ekki lengur dreg- ið í efa að hún er innlend tegund. Hún vex þarna í smátoppum á litlum bletti. Lathyrus palustris Mýraertur. — Fjallið upp af bænum í Reykjarfirði syðri er mjög gróðurríkt. Þar vaxa mýraerturnar í háu grasi, mikið blómgaðar og þroskalegar. Líka vaxa þær á mýrarfit neðan við fjallsræturnar. Þar eru þær smávaxnari, en vel blómgaðar. Trifolium repens Hvitsmári. — Fundinn á einum stað í út- haga, við sundlaugina hjá Krossnesi. Þar vottaði fyrir honum í nokkrum þúfum. Til og frá í sáðsléttum í túnum. Sennilega sprott- inn þar af útlendu fræi. Heldur er fátt unt undafífla þarna. Ég safnaði nokkru af þeim. Ingimar Óskarsson hefur nafngreint 14 teg. úr því safni. Af þessum 14 nafngreindu tegundum tilheyra 7 Alpina-deildinni. Eins og Alpina-deildin er tegundaflest í þessum hópi, svo er hún og út- breiddust og einstaklingaflest. Á þessu umrædda, afmarkaða svæði fann ég 212 tegundir liájurta og teljast þær til 46 ætta. Yfirleitt er jarðvegur grýttur og hrjóstrugur og gróður gisinn og lágvaxinn. Þó fer það eftir staðliáttum. Á skjólsælli stöðum finnast blettir með þéttum og þroskalegum gróðri. í heild er yfirbragð gróðursins sviplíkt því, sem er á Sléttu og Langanesi. Á Snæfjallaströnd og í Kaldalóni er gróðurfar annað en á Strönd- um. Þar er grasvöxtur meiri og hlíðin inn með Kaldalóni algróin birkikjarri. Þar vaxa að líkindum nokkru fleiri tegundir jurta en á Ströndum. Þess háttar samanburður verður ekki gerður nú.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.