Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 32
Einar M. Jónsson: Gestir og lanclnemar * í ^roðnrríki Islands í síðasta hefti Náttúrufræðingsins gat Ingólfur Davíðsson, mag. scient., þeirra slæðinga, sem ég fann að Reykjalundi í Mosfells- sveit síðastliðið sumar. Ég vil hér í fáum orðum gera grein fyrir jurtum, sem ég hef fundið, sjaldgæfum eða áður ófundnum hér á landi. Sherardia aruensis Blámaðra. — Fann hana á Sólheimum í Grímsnesi árið 1953, en að sögn I. D. hefur hún ekki fundizt áð- ur hér á landi. Ég tók tvær plöntur til þurrkunar, en allmargar voru eftir. Plönturnar náðu góðum þroska, enda jarðvegur frjór. Ég hef ekki komið á þennan stað síðan og veit ekki hvort blámaðra vex þar enn. — Líklegt er, að plantan hafi flutzt þangað með þýzku fræi. í þessu sambandi vil ég geta þess, að freyjubrá (Chrysan- themum leucanthemum) hefur vaxið árum saman í túnum á Sólheim- um. Á hernámsárunum voru herskálar byggðir þar sem nú er landar- eign vinnuheimilisins að Reykjalundi. Einn þessara skála var síðan um nokkurra ára skeið notaður sem svínastía og hænsnahús, eða fram á miðjan vetur 1954—55. Jarðvegur er þarna slæmur, móar og gróðurlausar urðir, en umhverfis skálann hefur safnast mikill áburður. Sumarið 1955 athugaði ég þann gróður, sem þarna var, og fann ég þar ótrúlega marga slæðinga og fágætar jurtir. Senni- lega hafa flestar borizt þangað með hænsnafóðri, en nokkrar tek- ið sér bólfestu á hernámsárunum, t. d. þistill (Cirsium arvense), sem er h'tilsháttar af þarna við skálann, en þó sérstaklega syðst á landareigninni við Varmá, sem þar rennur. Ég hef hvergi séð jafn stórvaxinn þistil. Hann er þar yfirleitt 1l/£ metri á hæð.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.