Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 50
Jolianncs Grröixtved 25. janúar 1882 - 11. júlí 1956 Fyrir nokkrum dögum andaðist danski grasafræð- ingurinn Johannes Grönt- ved, en hann var mörgunr íslendingum að góðu kunn- ur. Johannes Gröntved var kominn af góðum norður- józkum bændaættum, en hann fæddist í Mygdal, ná- lægt Hjörring. Eigi var hann settur til náms þegar í æsku, en varð að vinna sig áfram, eftir því, sem efni og ástæður leyfðu, Til átján ára aldurs vann hann að venjulegum búverkum, bæði í föðurgarði og hjá vandalausum, en gerðist síðan einkakennari og stundaði þann starfa um nokkurra ára bil. Jafnframt fór hann að búa sig undir skóla. Hann tók stúdentspróf árið 1910, en varð magister í grasafræði við Hafnar- háskóla sex árum síðar, 34 vetra að aldri. Tveimur árum eftir emb- ættispróf gerðist hann starfsmaður við grasasafnið í Kaupmanna- höfn (Botanisk Museum) og starfaði þar síðan alla æfi. Á árunum 1918—1934 var hann „amanuensis" við safnið en sinnti síðan bóka- vörzlunni þar í 15 ár (1935—1950) þar til hann lét af störfum. En einnig eftir það var hann daglegur gestur á safninu, allt fram á árið 1956, er hann tók sótt þá, er leiddi hann til bana. Sinnti hann þar hugðarefnum sínum, í litla herberginu þar sem hann starfaði í 40 ár. Þó að Johannes Gröntved væri einn þeirra, sem lítið láta fara fyrir sér, var hann eljumaður með afbrigðum, hvers manns hug- Ijúfi og hinn tryggasti vinur vina sinna. Starfsæfi hans var löng og hann kom víða við. Á árunum 1922—1955 fór hann í fjölmarga

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.