Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 52
Ritíreán
M. G. RUTTEN AND R. W. BEMMELEN: The Daula, a Rhyolitic Intrusion
in Western Iceland. Geologie en Mijnbouw. 17e jaargang —Nr. 6. Juni 1955.
Bls. 143—160, 8 textamyndir og 10 myndasíður. Den Haag 1955.
Baula í Norðurárdal vakti snemma athygli jarðfræðinga, enda er fjallið áber-
andi, þar eð það sker sig mjög úr umhverfi sínu bæði um lit og lögun. Baula er,
sem kunnugt er, líparít(rhyolit)-fjall og er Si02-hlutfall bergsins um 74%.
í jarðfræði Guðm. G. Bárðarsonar er okkur kennt, að Baula sé forn hraun-
gúll, sem myndazt hafi í einu gosi, af líparíthraunleðju, er hafi verið svo seig-
fljótandi, að hún hafi ekki náð að breiðast út frá uppgöngunum.
Sumarið 1950 dvöldu tveir hollenzkir jarðfræðingar M. G. Rutten og R. W.
Bemmelen, við jarðfræðirannsóknir á íslandi, aðallega á Mývatnsöræfum. En á
leiðinni norður héldu þeir kyrru fyrir í Norðurárdal nokkra daga og rann-
sökuðu Baulu, og Rutten bætti síðan nokkuð um þær rannsóknir, þegar hann
dvaldi hér að nýju sumarið 1953. Nú hafa þeir í félagi sent frá sér ofangreinda
ritgerð og er þar að finna ítarlega lýsingu á Baulu og Litlu Baulu og um-
hverfi þeirra.
Niðurstöður þeirra félaga eru í stuttu máli eftirfarandi:
Baula og Litla Baula eru myndaðar úr sömu bergkviku og eru jarðfræðilega
séð jafn gamlar. Svipaðs aldurs og úr sömu bergkviku eru líparítgangar þeir,
sem finna má í blágrýtinu liið næsta þessum tveim fjöllum.
Um aldur Baulu verður ekki annað sagt, en að hún er yngri en blágrýtið
kringum hana, en eldri en síðasta jökulskeið kvarteru ísaldarinnar. Hugsan-
legt er, að toppurinn á Baulu hafi staðið upp úr meginjökli síðasta jökulskeiðs,
en hlíðar fjallsins eru jökulsorfnar og líklegast, að fjallið hafi verið alveg hulið
jökli.
Ekki verður skorið úr því með neinni vissu, hvort Baula er leifar af hraun-
gúl eða bergeitli, þ. e. hvort líparítkvikan hefur komizt upp á yfirborð jarðar
eður ei. Líklegt er, að Litla Baula sé leifar (undirlag) fornrar eldstöðvar.
Rúmsins vegna birti ég þessar niðurstöður athugasemdalaust, enda vart á
mínu færi að gagnrýna hina bergfræðilegu röksemdafærslu, sem virðist byggð á
gaumgæfilegum athugunum. En ekki er ég sannfærður um réttmæti þeirrar
skoðunar Hollendinganna, að rákir þær hinar breiðu, sem sjá má í suðaustur-
hlíðum Baulu, séu einskonar jökulrákir. Halli þeirra (12°) virðist mér full mikill
til að svo sé. Til að sjá minna þær meir á jaðarrásir, en meira get ég ekki um
þær sagt. Þarna er auðsæilega nokkurt rannsóknarefni.
Sigurður Þórarinsson.
LEIÐRÉTTING.
í síðasta hefti Náttúrufræðingsins stendur á bls. 108 fyrirsögnin: íslenzkir
rannsóknarleiðangrar 1956, en þar á að standa: íslenzkir rannsóknarleiðangrar
1955.
Ritstjórinn.