Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 10
166 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN meðferð hesta. En sú kennsla mun hafa verið auðveld, lærisveinn- inn næmur og námfús. Sá, sem þessa grein ritar, getur nokkuð af eigin raun borið, að ferðamaður og ferðafélagi var Pálmi Hannes- son góður, bæði ötull, ráðsnjall og gætinn. Hann hafði yndi af hestum. Átti hann á árum áður gæðinga. Sáust þeir stundum, vin- irnir Guðmundur Böðvarsson og Pálmi, spretta saman úr spori hér í nágrenninu eftir að báðir höfðu tekið búsetu hér sunnan lands. í ritgerð, sem Pálmi skrifaði og birtist í Andvara 1938 og fjallar um ferð hans suður í Vonarskarð, heitir síðasti þátturinn „Þvita- þáttur — Leiðarlok". Er hann um hestinn Þvita, ljónstyggt létt- leikahross, sem veldur þeim ferðafélögum ýmiss konar vandræðum. Hugur Pálma til hestsins leynir sér ekki að baki þáttarins. Klárinn á hug hans allan og samúð. Á Hafnarárum sínum gerðist Pálmi Hannesson fljótt atkvæða- mikill í félagslífi íslendinga þar í borg, og í Félagi íslenzkra Hafnar- stúdenta var hann formaður árin 1924 og 1925. Ég minnist þess vel, er við landarnir, sem innrituðumst í náttúrufræðideild Hafnar- háskóla haustið 1925, leituðum ráða til Pálma. Hann bjó þá, fyrstur íslendinga, á Nýja stúdentagarðinum við Tagensvej, þar sem hann var öldurmaður um eitt skeið. Bar fundum okkar fyrst saman þar. Gaf hann okkur holl ráð og leiðbeindi okkur af miklum drengskap. Náttúruvísindi stóðu þá með miklum blóma við Hafnarháskóla. Ýmsir kennarar Pálma voru nafntogaðir vísindamenn. Til meistara- prófs í dýrafræði var þá krafizt prófa í efnafræði, grasafræði og jarð- fræði, auk prófsins í aðalnámsgreininni. Aðalkennarar Pálma í grasa- fræði voru þeir C. Raunkiær, C. H. Ostenfeld og erfðafræðingurinn W. Johansen, allt víðkunnir grasab æðingar og hinn síðastnefndi heimskunnur erfðafræðingur fyrir kenningar sínar um „hreinar lín- ur“. Jarðfræði nam Pálmi af þeim O. B. Böggild og J. P.J. Ravn, en aðalkennarar lians í dýrafræðinni voru þeir Ad. S. Jensen, af- kastamikill vísindamaður, afbragðs kennari og „pædagog", C. M. Steenberg, sem kenndi samanburðarlíffærafræði, Stamm, sem stjórn- aði verklegu námi í vefjafræði, og loks hinn kunni lífeðlisfræðing- ur Aug. Krogh, sem hlotið hafði Nobelsverðlaun fyrir rannsóknir í sinni grein. Það má því segja að kennaraliðið hafi verið valið og aðstaðan til náttúrufræðinámsins verið góð, enda mikils krafizt. Þegar til lokaprófsins kom hafði Pálmi skrifað ritgerð um fýlinn ([fulmarus glacialis L), einkum útbreiðslu lians suður á bóginn á næstliðnum öldum (frá því um 1700). Ritgerð þessi var nú tekin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.