Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 52
208 NÁTTÚRUFRÆÐINGURJNN kríur með öllurn einkennum ársgamalla fugla í kríuvörpum, en ólíklegt er, að þetta séu varpfuglar. Kríur á þessurn aldri líkjast mjög fullorðnum fuglum í vetrarbúningi, eins og áður var getið, en í kríuvörpum verður auk þess stundum vart við kríur, sem eru með hvítt enni og skolrautt nef og fætur, en líkjast að öðru leyti fullorðnum kríum í sumarbúningi. Menn virðast almennt vera þeirrar skoðunar, að þetta séu einnig ársgamlar kríur, en þetta gætu líka verið tveggja ára kríur. Þeir, sem aðhyllast þá skoðun, að þetta séu ársgamlar kríur, halda því fram, að litur ársgamalla fugla, eftir að þeir hafa klæðzt 1. sumarbúningi, geti verið mjög breytilegur. Sumir séu eins á lit og fullorðnir fuglar í vetrarbúningi, aðrir eins og fullorðnir fuglar í sumarbúningi, og enn aðrir standi hvað lit snertir einhvers staðar þar á milli. Það er mjög vafasamt, hvort þetta er rétt. Að minnsta kosti er sú skýring jafnlíkleg, að krían klæðist ekki búningi fullorðinna fugla og verði ekki kynþroska fyrr en hún er þriggja ára. Krían er norrænn fugl og eru varpheimkynni hennar í íshafslönd- um allt í kringum jörðina, svo og í nálægum löndum, er liggja að norðanverðu Atlantshafi og Kyrrahafi. í Evrópu ná varpheimkynni hennar suður til stranda Eystrasafts og Norðursjávar, og til Bret- landseyja og eyja við Bretagne-skaga í Frakklandi. Á austui'strönd Ameríku er hún varpfugl suður til Massachusetts og á vesturströnd- inni suður tif Brezku Kólúmbíu. Á austurströnd Síbiríu er krían varpfugl suður að Okotska-hafi og nokkuð suður með ströndum þess að vestan, en á Kamtsjatkaskaga er hún ekki varpfugf svo vit- að sé. Kríur við norðanvert Atlantshaf, bæði austan hafs og vestan, og ennfremur kríur nálægra íshafslanda, halda á haustin suður með vesturströndum Evrópu og Afríku og alla leið til syðsta hluta At- lantshafsins eða Suður-íshafsins. Það er athyglisvert í þessu sam- bandi, að kríur frá Grænlandi og öðrum austlægum löndum Norð- ur-Ameríku, skuli fyrst halda þvert yfir Atlantshafið til Evrópu og síðan suður með vesturströndum Afríku, í stað þess að fara suður með austurströnd Ameríku. Skýringin á þessu fyrirbæri er eflaust sú, að með því að haga ferðum sínum þannig fara þær um hafsvæði með tiltölulega köldum og átuauðugum straumum og tryggja sér þar með betri lífsskilyrði en ef þær færu suður með austurströnd Ameríku, þar sem heitir og átusnauðir straumar eru ríkjandi. Kríur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.