Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 17
PÁLMI HANNESSON 173 í Litluhlíð við Öskjuhlíð, og minnzt var á enn fleiri staði, sem til greina gætu komið fyrir nýtt menntaskólahús. I.oks skipar rnennta- málaráðneytið, með bréfi frá 2. apríl 1952, byggingarnefnd Mennta- skólans í Reykjavík, „er hafi með höndum undirbúning að bygg- ingu húss fyrir Menntaskólann í Reykjavík, þ. á. m. að ákveða, live stóra lóð skólinn þurfi“. Pálmi var formaður þessarar nefnd- ar, og meðnefndarmenn hans voru þeir Einar Erlendsson, þáver- andi húsameistari ríkisins og Hörður Bjarnason, skipulagsstjóri. Síðar samþykkti menntamálaráðuneytið, að fulltrúi frá nemenda- sambandinu fengi að sitja fundi byggingarnefndarinnar. Nefndin hóf störf sín með því, að ráða Skarphéðin Jóhannsson, húsameist- ara, sér til aðstoðar. Síðan voru lóðamál skólans vandlega yfir far- in og staðsetning væntanlegs skólahúss nákvæmlega athuguð. Leit- að var til bæjarráðs um lóð, sem væri fjórir hektarar að stærð, og með bréfi þess frá 3. maí 1952, til byggingarnefndar, er henni gefið fyrirheit um skólalóð sunnan Miklubrautar og austan Stakka- hlíðar. Var þvínæst unnið kappsamlega að nákvæmri staðsetningu skólahússins og að uppdráttum. 1. maí 1953 ákvað ráðuneytið, að hafizt skyldi handa um bygginguna á því ári, og síðar á árinu, eða með bréfi, dagsettu 11. ágúst 1953, til nefndarinnar, samþykkir ráðuneytið alla uppdrætti að skólahúsinu og heimilar að láta þá þegar hefja byggingu aðalhússins. Hófst gröftur fyrir grunni 15. september 1953 og var unnið við grunninn, þegar veður leyfðu fram eftir vetri. Þennan vetur var Pálmi veikur orðinn, og dvald- ist mikinn hluta vetrar erlendis undir læknishendi, eins og áður hefir verið sagt. Komu því störfin á herðar hinna nefndarmannanna, er höfðu eftirlit með öllu sem unnið var. Pálmi hafði haft kennara Menntaskólans jafnan með í ráðum við uppdrætti og skipan kennslustofa. Voru skoðanir sumra þeirra á byggingarmálum skólans yfirleitt nokkuð aðrar en rektors. Töldu sumir skólamenn, að hið fyrirhugaða menntaskólahús væri óþarf- lega stórt og að enn mætti um langt skeið halda áfram kennslu í hinu gamla menntaskólahúsi með hæfilegri tölu nemenda. í at- hugasemdum varðandi nýtt menntaskólahús, frá Einari Magnús- syni, yfirkennara, til byggingarnefndar skólans, gagnrýnir liann all- harðlega tillöguuppdrátt nefndarinnar, og leggur eindregið til að hann verði ekki lagður til grundvallar nýju menntaskólahúsi, og í skýrslu til fjárveitingarnefndar Alþingis um húsnæði fyrir mennta- skólakennslu í Reykjavík, frá sama kennara, er sömu gagnrýni á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.