Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 57
ÍSLENZKIR FUGLAR XIV 211 því, að hún er svo fótsmá, að hún á erfitt með að sitja þar sem gróður er þéttur og þroskamikill. Við sjó verpur hún helzt á grundum eða í móum með kyrkingslegum gróðri, en auk þess oft á hálfgrónum melum, í sand- eða malarfjörum og í þarahrönnum. Þar að auki verpur hún víða í hálfgrónum hraunum, á söndum, á áreyrum og í mýrum. Einhver einkennilegasti kríuvarpstaður, sem ég þekki, er í skógivöxnum smáhólma í Sandvatni í Mývatnssveit. Þar verpur slæðingur af kríum og hettumáfum á skógarsverðinum inn á milli trjánna. Krían verpur aldrei eins þétt og sumar erlendar þernuteg- undir, sem oft verpa í svo þétturn hnapp, að sáralítið bil verður milli hreiðranna. f kríuvörpum verpa fuglarnir yfirleitt alldreift, að minnsta kosti þar sem landrými er nóg, og jafnvel í þéttustu vörp- unum mun fremur sjaldgæft, að minna en 2 m bil sé milli hreiðr- anna. Hreiðurgerð kríunnar er mjög óbrotin. Hreiðrið er aðeins grunn laut, oft án nokkurra hreiðurefna, en oft líka losaralega l'óðruð með svolitlu af stráum og mosa eða steinvölum og skeljabrot- um. Eggin eru 1—3, hér á landi langoftast 1—2, en sjaldan 3. Hreiður með 2 eggjum eru algengust, en ungir fuglar, sem eru að byrja að verpa, eiga oftast aðeins 1 egg, og í eftirvarpi er tíðast, að eggið sé aðeins 1. Eggin eru ljósgrá, grágræn eða grábrún með dökkbrúnum blettum og dílum, sem stundum renna saman í stærri skellur eða mynda hring í kringum gildari enda eggsins eða þvert yfir mitt eggið. Afbrigðilega lit egg eru vel þekkt. Stundum eru þau hvít eða Ijósblá, einlit eða með strjálum, brúnum dílum. Útungun eggjanna tekur um 3 vikur (21—22 daga), og ungarnir verða fleygir, þegar þeir eru 3—4 vikna gamlir. Bæði kynin taka þátt í útungun eggjanna og öflun fæðu handa ungunum, en þeir yfirgefa hreiðrið skömmu eftir að þeir koma úr eggi. Hér á landi er krían algerður farfugl. Á vorin kemur hún fyrri helming maímánaðar og er víðast alkomin um 14 maí. Á Suðaustur- landi fer stundum að verða vart við fyrstu kríurnar síðustu dagana í apríl og sum ár jafnsnemma á Norðausturlandi. Á vestanverðu landinu er hún yfirleitt seinna á ferðinni, og á Vestfjörðum keinur hún stundum ekki fyrr en um 20. maí. Aðalvarptíminn er fyrri helming júnímánaðar. Tíðarfar getur valdið miklu um það, hvenær varpið hefst, og ýmis önnur staðbundin, ytri skilyrði geta líka beint eða óbeint haft mikil álnif á varptímann. Afleiðing af þessu verður sú, að það getur munað allmiklu, hvenær varpið Iiefst í ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.