Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 26
182 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þeir einnig vel við í þetta skipti og kann ég þeim kærar þakkir fyrir. Áður en aldursákvörðunin var gerð voru komnir hér á vettvang tveir jarðfræðinemar, er báðir höfðu áhuga á að rannsaka móinn í Seltjörn. Jón Jónsson, sem nú hefur lokið prófi í jarðfræði við há- skólann í Uppsölum, hefur um nokkurra ára skeið unnið að rann- sóknum á sjávarstöðubreytingum sunnan og vestanlands og m. a. beitt þeirri rannsóknaraðferð, sem nefnist kísilþörungagreining (diatoméanalyse), en hún leiðir í ljós, livort mýrarjarðvegur er mynd- aður í söltu, hálfsöltu eða ósöltu vatni. Þorleifur Einarsson, er stundar jarðfræðinám í Þýzkalandi, hefur einkum lagt stund á frjó- greiningu (pollenanalyse). Síðustu árin höfum við Þorleifur í sam- einingu mælt allmörg mýrasnið í nágrenni Reykjavíkur og athugað í þeim öskulög, og hefur Þorleifur þegar frjógreint nokkur snið. Varð það að ráði, að Þorleifur og Jón græfu snið gegnum Seltjarn- armóinn og skyldi Þorleifur taka þar sýnishorn til frjógreiningar, en Jón sýnishorn til kísilþörungagreiningar. Birta þeir árangurinn af þessum rannsóknum hér á eftir, en fyrst skal í stuttu máli greint frá aldursákvörðuninni á Seltjarnarmónum. Mynd 1 er kort af Seltjörn og umhverfi liennar og sýnir legu fjörumósins og sniða þeirra, sem um getur hér á eftir. Ljósmynd- irnar 2 og 3 eru teknar um fjöru. Mynd 2 sýnir hvernig brimið lief- ur soriið ofan af mómýrinni. Þeir móstallar, er eftir standa, eru til að sjá sem litlir jökulsorfnir hvalbakar (roches moutonnées). Bak við mósvæðið sést undirlag mósins, lábarin botnurð. Sést hún einn- ig í forgrunni 3. myndar. Á þeirri mynd má greina dökka öskulag- ið k neðarlega í skorna sniðinu. Bak við rekuna á myndinni sést í forna mógröf, sjást margar slíkar í Seltjarnarmónum (sbr. einnig 2. mynd). Snið B (5. mynd), sem sýnishorn er tekið úr til aldurs- ákvörðunar, er mælt í framhaldi til vinstri af sniðinu í forgrunni á 3. mynd, og er það syðst á mósvæðinu, en snið A, sem er frjógreint og þörungagreint, er um 60 m norðar. Þessi snið þurfa ekki mikilla skýringa við. Mórinn er venjulegur starmosamór. Neðstu 20 sm eru þó nánast blöndun af starmosamó og eðju. Þorleifur Einarsson hef- ur frjógreint sýnisliorn það, sem sent var til Yale og voru í því: Be- tula 1%, Cyperaceae 93.3%, Gramineae 3.6%, aðrar jurtir 2.1% (alls talin 191 frjó). Jón Jónsson hefur athugað kísilþörunga í sýnishorn- inu og taldi hann alls 427 kísilþörunga. Þar af voru 72% þörungar, sem lifa í lítið eitt söltu og einnig í talsvert söltu vatni, en fyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.